Category: Neytendur

Við erum öll neytendur í þessu þjóðfélagi og við þurfum að standa saman að því að halda vörð um að það sé ekki svínað á okkur af þeim sem selja okkur vörur eða þjónustu.
Alltaf er hægt að senda ábendingar til mín í gegnum hnappinn hér að ofan.

Óætir kjúklinganaggar frá Holta

Frá því ég flutti aftur til íslands í lok ársins 2011 höfum við hjónaleysin reglulega keypt kjúklinganagga frá Holta enda ódýr matur og góður. Fyrir nokkru brá svo við að uppskriftinni hjá þeim var breytt og eftir það er þessi vara nánast með öllu óæt.  Bragðvont og svo brimsölt að manni hreinlega líður illa eftir […]

Vegatollar í og úr höfuðborginni standast ekki nánari skoðun.

Ef við skoðum aðeins hvernig álagningin er á bifreiðaeldsneyti er í dag í landinu kemur nokkuð fróðlegt í ljós. Hér að neðan eru upplýsingar um skattlagningu á eldsneyti. 95 okt Skattar +Fastir Skattar: 109.87 ISK Með VSK: 147.69 ISK Heildarskattur: 107.53 ISK Úrvinnslukostnaður 5.42 ISK Mismunur 42.29 ISK 55.03% af verði eru skattar Bensínskattur : […]

Fjárbændur snuðaðir meðan verslunin græðir

Meðfylgjandi mynd tók Elín Ívarsdóttir og birti í fésbókarhópnum Sauðfjárbændur. Þar má sjá ærfilet, það er að segja hryggvöðva úr fullorðinni kind og verðmiðinn er ekkert slor eða 9.698,- krónur pr. kíló. Þar segir hún einnig að verð til bænda frá Norðlenska sé í dag 112,- krónur á kíló af rollunni til bænda og getur […]

Frítt heilbrigðiskerfi kostar ekki svo mikið að það ætti að sliga ríkissjóð

Það ætti að vera kappsmál hverrar ríkisstjórnar sem er við völd í landinu hverju sinni að vinna fyrir almenning í landinu og passa upp á samfélagið þannig að fólk vilji búa í því samfélagi.  Því miður hefur það ekki verið stefna neinnar ríkisstjórnar síðustu áratugi að vinna að þeim markmiðum og aldrei hefur ástandið verið […]

OPNAÐU FOKKING AUGUN!

Opnum Augun er óhefðbundin heimildarmynd um fátækt á Íslandi í bígerð, mögulega sú fyrsta sinnar tegundar. Markmið myndarinnar er að vekja athygli á fátækt á Íslandi með því að afhjúpa hana og gera hana sýnilega öllum. Að opna augu þeirra sem á horfa með því að veita þeim skráargat á raunveruleika tug þúsunda Íslendinga, í […]

Ójöfnuður eykst gífurlega – prósentur notaðar til að blekkja heimskingjana

Í gær hélt Öryrkjabandalag Íslands opinn fund á Grandhótel í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu lífeyrisþega í landinu og hvernig þeir hafa setið eftir varðandi kjarabætur frá því efnahagshrunið varð hér árið 2008. Ég hef ekki haft mikið álit á ÖBÍ undanfarin misseri en eftir fundinn í gær hefur álit mitt stóraukist því […]

Njósnastýrikerfið Windows 10 veit um allt sem þú gerir á tölvuna þína og sækir það

Mikil tillhlökkun var meðal tölvunörda þegar Micro$oft ákvað að gefa út 10. útgáfuna af Windows fyrr á þessu ári.  Sú tilhlökkun hefur nú breyst í reiði og gífurleg vonbrigði með stýrikerfið enda er það þannig uppsett að allt sem þú gerir á tölvuna þína, símann eða spjaldið sem keyrir á stýrikerfinu, er sent beint til […]

Vextir hækka og verðbólga ríkur upp í kjölfar kjarasamninga

Hvaða afleiðingar hefur það á nýgerða kjarasamninga þegar stýrivextir hækka og verðbólgustigið hækkar? Jú.  Svarið hlýtur að vera það, að verðtryggð lán hækka enn meira og afborganir af þeim að sama skapi hækka sem aftur verður til þess að æ fleiri sjá sér ekki fært að borga af lánunum og gefast því upp á því. […]

Festa þarf lágmarkslaun með lagasetningu strax á vorþingi

Lágmarkslaun verður að festa með lögum og það er hverjum manni ljóst sem hefur eitthvað fylgst með því sem er að gerast í þessu landi undanfarin ár. Velferðarráðuneytið og hagstofan gefa reglulega út viðmiðunarmörk um lágmarksframfærslu fyrir einstaklinga, sambúðarfólk og fjölskyldur og samkvæmt þeim upplýsingum sem þar koma fram er orðið ljóst að þó svo […]

Skóhilla hækkar um 740 krónur á tveim dögum í Rúmfatalagernum

Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um algjört rippoff í Rúmfatalagernum á Korputorgi.  Myndin var sett í facebookgrúppu sem heitir; „Hinn vökuli neytandi – varðlagningar í búðum„. Þann 15. apríl var keypt þar Haldum skóhilla sem kostaði 1.725 krónur en tveim dögum seinna þegar viðkomandi kom aftur og keypti nákvæmlega eins hillu, þá kostaði hún […]