Leið eins og ég væri á rússneskum skömmtunarmarkaði árið 1970

Vöruúrvalið í Sovéskri matvöruverslun í kringum 1980.

Vöruúrvalið í Sovéskri matvöruverslun í kringum 1980.

Eftir að ég og spússa mín hófum búskap hér austur í Flóa, nánar tiltekið á Selfossi, þá losnaði ég að mestu við eitt það leiðinlegasta og mest pirrandi verkefni sem ég get hugsað mér, en það er að versla í matinn.
Viðbrigðin að versla hér á íslandi miðað við það sem ég var vanur frá Danmörk og Þýskalandi voru svo gífurleg að það runnu upp úr mér brennisteinsblótsyrðin allann tíman sem ég var í búðinni og lengi á eftir.
Það var ekki eitt, heldur allt.  Leiðinlegt fólk, (kúnnar) fúllynt og heimskt afgreiðslufólk sem vissi hvorki í þennan heim eða annann og rataði ekki einu sinni um vinnustaðinn sinn ef maður þurfti að finna eitthvað og síðast en ekki síst kunni það hvorki að heilsa né kveðja.  Það síðastnefnda hefur reyndar aðeins skánað síðustu ár.

En verðin og úrvalið.  Goðin veri mér náðug, því mér finnst enn í dag stundum eins og ég sé kominn aftur til Sovétríkjana á áttunda áratuginn þegar almúginn gat varla keypt sér mat, ef hann þá á annað borð var til.  Aðeins yfirstéttin hafði efni á að éta og éta vel og versla í búðum sem almúginn mátti ekki einu sinni horfa á, hvað þá meira því annars var hann sendur í gúlagið í þærlkunnarvinnu.

Ísland er að verða svona.
Hér er fólk sem hefur ekki efni á að kaupa margt af því sem er í boði í verslunum því hvernig á öryrkinn eða öldungurinn að hafa efni á að kaupa kjöt þegar kílóaverðið slagar í þrjú eða fjögur þúsund kall hér á íslandi meðan sambærilega vörur kosta í nágranalöndunum þrisvar sinnum og jafnvel fjórum sinnum minna og gæðin tíu sinnum meiri?

Ég asnaðist í Bónus hér á Selfossi í dag og í tæpan klukkutíma væflaðist ég eins og vængbrotin hænsfugl milli rekka og hilla, frysta og kæla, slefaði yfir mat sem mig langaði að kaupa en ekki fræðilegur séns að ég tímdi því.  Ferskar kjötvörur voru ekki undir tvö þúsund kílóið og það dýrasta sem ég sá í yfirferð minni var smá nautakjötstuttla sem mús hefði varla orðið södd af á tæpan fimm þúsund kall.

Þetta verðlag á mat hér á landi er ekki í lagi.
Það er engin heilbrigð skynsemi í þeirri verðlagningu sem kaupmenn leggja á þessar vörur því ekki ríða bændur feitum hesti á þeirri verðlagningu sem þeir fá fyrir lambið.  680 krónur á kíló fær fjárbóndinn fyrir sláturlambið í haust.
Síðan koma milliliðirnir og heimta sitt.
Sláturfélagið hækkar verðir um þúsund prósent og kjötvinnslan annað eins og auðvita vill svo kaupmaðurinn hafa eitthvað fyrir sinn snúð líka.

Þetta bull verður að stoppa.
Okrið og andskotagangurinn á matarverði gengur ekki lengur þegar almenningur hefur ekki efni á að kaupa sér mat meðan elítan fitnar og fitnar á kostnað bænda og almennings í landinu.

Þegar uppgjöf var eina leiðin í ferskum kjötvörum fór ég í frystinn.
Ekki batnaði ástandið þar því úrvalið var eins og í gamla Sovét, nánast ekkert ætilegt að finna og grátlegt að horfa upp á innlenndu framleiðsluna sem var í boði því ógirnilegri „mat“ hef ég sjaldan séð og er þó ýmsu vanur.

Ætlaði að kaupa mér smá grænt og ávexti en þetta var eins og að maður hefði gengið inn í ruslagám fyrir grænmeti og ávexti.
Allt var þarna meira og minna skemmt, sveppirnir sem dæmi orðnir brúnir og skemmdir allann hringinn, laukurinn myglaður og kálið eins og notuð hárkolla af afdankaðri fyllibyttu sem hafði ekki verið þvegin eða viðhaldið í heilt ár.

Ógeðslegt hreint út sagt.

Ég fyrir mína parta fer aldrei í Bónus aftur, það eru sko hreinar línur.
Þó Krónan sé aðeins dýrari þá er þó skárri gæðin og úrvalið þar þó svo það minni eins og áður er sagt, á gamla Sovét fyrir hrun þess.

Mig langar burt af þessu landi, burt frá þessu rotna og spillta þjóðfélagi þar sem ekkert er gert fyrir almenning í landinu meðan þjófahyski stjórnar hér öllu og stelur öllu sem það getur komist yfir, meira að segja ellilífeyri fólksins sem kom undir þá fótunum.

Myndband sem lýsir vel hvernig ástandið var í Sovétríkinum fyrir fall kommúnistans en í þetta ástand stefnir hraðbyri á íslandi í dag.  Takið vel eftir nærmyndum af fólkinu.  Það er ekkert lífsmark í andliti þess eða augum.  Það er lifandi dautt.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 7. nóvember 2015 — 10:52