Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Matarkarfan á íslandi er 95% dýrari en sú Sænska.
Matarkarfan á íslandi er 95% dýrari en sú Sænska.

Fleiri og fleiri einstaklingar sem flutt hafa af brott af íslandi taka sig nú saman og bera saman verð á matvöru á erlendri grundu og á íslandi.  Einn af þeim sem það hefur gert er Frosti Heimisson en hann tók sig til og setti saman matarkörfu og verslaði inn í Krónunni og þegar heim var komið fór hann inn á vefsíðu Sænskrar verslunarkeðju, (greinilega ekki þá ódýrustu miðað við það sem ég persónulega þekki til sjálfur) og sótti verð fyrir nákvæmlega eða sambærilegar vörur þar.

LESTU EINNIG:  ILLA LAUNAÐUR ALMENNINGUR Í FJÓRÐA DÝRASTA LANDI Í HEIMI.

Það er áhugavert ferli að flytja til útlanda. Fyrir skömmu ákvað ég að fylgjast með verðþróun innkaupakörfu sem ég setti saman og reiknaði. Verðmunurinn er sláandi. Verðin voru fengin af vefsíðu sænskrar matvörukeðju og svo fór ég í Krónuna og kannaði muninn (ath; valdi alltaf ódýrasta kostinn hér heima). Dæmi hver fyrir sig.

Munurinn er sláandi svo ekki sé meira sagt, því matarkarfan í Svíþjóð kostaði miðað við þetta í íslenskum krónum, 11.565 krónur en í Krónunni á íslandi kosatði nákvæmlega sama matarkarfan 20.101 krónu, eða 95% meira.

Það verður fróðlegt að taka saman muninn eftir næstu mánaðarmót þegar allar mjólkurvörur hafa hækkað í verði og kaupmenn hafa uppfært verðin vegna hækkanna frá birgjum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá útreikningana frá Frosta.

LESTU EINNIG:  HVAÐ ER AÐ FÓLKINU Í ÞESSU LANDI?

Það hlýtur að vera hroðalegt fyrir lygahyskið í ríkisstjórnarflokkunum að þurfa að horfa upp á þessar staðreyndir eftir allann lygaflauminn um að íslands sé með einna ódýrasta matarverðið í Evrópu því það verður erfitt að ljúga sig út úr þessum staðreyndum. en verði þeim að góðu að reyna það.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni

One thought on “Matarverð allt að 95% hærra á íslandi en í Svíþjóð

Comments are closed.