Mikil tillhlökkun var meðal tölvunörda þegar Micro$oft ákvað að gefa út 10. útgáfuna af Windows fyrr á þessu ári. Sú tilhlökkun hefur nú breyst í reiði og gífurleg vonbrigði með stýrikerfið enda er það þannig uppsett að allt sem þú gerir á tölvuna þína, símann eða spjaldið sem keyrir á stýrikerfinu, er sent beint til Micro$oft sem gefur síðan Njósnastofnun Bandríkjana, NSA fullann aðgang að gögnunum.
Það er með hreinum ólíkindum að Micro$oft skuli fá að komast upp með að setja á markað stýrirkerfi sem er í raun ekkert annað en fullkominn persónunjósnabúnaður sem skráir allt sem gert er á tæki með kerfinu og sendir það inn til þeirra glæpamanna sem stjórna Micro$oft og njósnastofnana BNA. Þetta er svo skýlaust brot á mannréttindum að öll lönd þar sem þessu njósnaforriti er dreift, ættu að taka sig saman og kæra Micro$oft.
Við skulum skoða nokkur dæmi um hvernig almennar stillingar á tíunni eru þegar búið er að setja það upp og hvað það er sem fólk ætti að slökkva á eftir uppsetninguna ef það á annað borð vill nota stýrikerfið.
Myndir og þýðingar úr einni góðri grein koma hér að neðan en við mælum með að fólk lesi þessa grein þar sem aðeins er gripið niður í henni.
Vandræðin byrja strax í Microsoft’s ominous privacy policy, sem núna er staðsett í lokasamþykkt notanda við uppsetningu og gerir það að verkum að notandi neyðist til að samþykkja að stillingar kerfisins séu með þeim hætti að Micro$oft hafi fullann aðgang að vélinni og öllu því sem á hana fer og á hana er gert.
Þetta er hreint og klárt brot á mannréttindum og persónuöryggi almennings í tölvuheiminum, að stæðsti stýrikerfisframleiðandi heims skuli geta séð allt sem viðkomandi notandi gerir á tölvuna sina.
Þar sem það er svo löngu vitað að Micro$oft veitir NSA, FBI og CIA ásamt fleiri ríkisstofnunum fullann aðgang að öllum sínum gögnum, þá er það borðleggjandi að allt sem fólk gerir á tækin sem eru með Windows 10 fer beint til þeirra stofnana.
Á myndinni hér að ofan sést vel hvað það er sem Windows 10 sendir inn til Microsoft og fólk ætti að slökkva á öllum þessum fídusum.
Slökkvið á öllu þessu líka.
Veljið „Basic“ til að minnka hættu á að tilviljunakenndar upplýsingar séu sendar til Micro$oft.
Þetta er bara byrjunin því það kemur meira sem þarf að hreinsa út, en ég hvet alla til að fara á greinina sem vísað er í að ofan og lesa sér til um þetta þar.
Einnig ætti fólk að lesa þetta, þetta og þetta til að fá betri innisýn í hversu ógeðsleg og siðlaus starfsemi Micro$oft er í raun og veru því þarna er útskýrt hvernig þeir afrita allt sem þú gerir á lyklaborðið, hvort sem það eru korta eða bankanúmer, leyni og lykilorð og senda þetta allt saman til sín og þar með til Bandarískra yfirvalda.
Það er öllum ljóst sem hafa fylgst með Micro$oft í gegnum tíðina að þeim er engan veginn treystandi og þetta nýja njósnastýrikerfi þeirra sannar það svo ekki er um að villast.
Það þarf að stoppa svona starfsemi með góðu eða illu og eina leiðin til að það sé hægt er að fyrirtæki, einstaklingar og stjórnvöld dembi skaðabótakærum, mannréttindakærum í hundruðum liða á þetta viðbjóðslega fyrirtæki sem í siðleysi sínu brýtur öll mannréttindar og persónuverndarlög sem fyrirfinnast í heiminum.