Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um algjört rippoff í Rúmfatalagernum á Korputorgi. Myndin var sett í facebookgrúppu sem heitir; „Hinn vökuli neytandi – varðlagningar í búðum„.
Þann 15. apríl var keypt þar Haldum skóhilla sem kostaði 1.725 krónur en tveim dögum seinna þegar viðkomandi kom aftur og keypti nákvæmlega eins hillu, þá kostaði hún 2.465 krónur.
Ég vil hvetja fólk til að taka alltaf kassastrimla með þegar það er verslað inn og geyma þá og skoða svo eftir nokkra mánuði og jafnvel versla í sömu verslun, sömu vörur og bera svo saman hækkunina.
Þeir sem eiga gamla seðla frá því seint á síðasta ári mega endilega gera þetta og senda mér myndir af þeim til að bera saman verðmuninn, enda hafa stjórnvöld og fleiri haldið því fram hvað eftir annað að vöruverð á íslandi sé með því lægsta sem gerist í Evrópu, en við sem fylgjumst með vitum betur. Verslanakeðjur í landinu okra miskunnarlaust á neytendum og við erum að borga lang hæsta matarverð í Evrópu eins og meðfylgjandi mynd úr þessari skýrslu sýnir og sannar.