Eftir að elsumbrot hófust á Reykjanesi fyrir þremur árum fóru jarðfræðingar að tala um að nú væri að hefjast nýtt tímabil eldsumbrota á Reykjanesskaganum og ekki væri hægt að spá fyrir um hvað það gæti staðið lengi eða hversu víðfemt það gæti orðið. Var slegið á árafjölda frá um 20 árum til 200 ára tímabil en það er eins og þessir blessaðir fræðingar geti ekki verið sammála um nokkurn skapaðan hlut þegar kemur að jarðfræði og þá sérstaklega eldgosum eins og við öllu höfum orðið vitni að síðan þetta byrjaði fyrir alvöru því þrátt fyrir öll vísindin og alla þekkinguna þá er ekkert fyrirséð í þessum efnum og fólk hefur alveg látið það fara í taugarnar á sér, sérstaklega íbúar Grindavíkur.
Ísland er frekar ungt land miðað við jarðsögulegt tímabil en talið er að ísland hafi myndast fyrir um 60 milljón árum á Atlandshafshryggnum norðanverðum þar sem möttulstrókur úr innri möttli jarðar nær að bora sig upp í gegnum ytri möttulinn og búa þannig til heitari bletti en á öðrum stöðum undir flekunum sem mynda jarðskorpuna sjálfa, viðhalda þeim hita síðan árþúsundum saman þó hann kólni lítið eitt á milli og þrýstingur minnki um tíma, (nokkur hundruð ár að jafnaði) en síðan fer hiti og þrýstingur að aukast aftur með þeim afleiðingum að gosvirkni eykst, jörð gliðnar á gömlum sprungusvæðum og kvika leitar upp á yfirborðið eftir að hafa þrælað sér í gegnum gamla ganga og sprungur, lyft landinu og á endanum lætur eitthvað undan og gos hefst.
Í hugleiðingu sem ég skrifaði 2014 í tilefni af því að Gunnuhver fór skyndilega og óvænt að gjösa kröftuglega þá kom ég inn á þetta með möttulstrókana en tveir þeir þekktustu í heiminum eru í Kyrrahafinu og yfir öðrum þeirra hafa Hawai eyjar myndast og eru gos þar nánast stöðugt í gangi og virkir eldgígar út um allt. Hinn er í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum og þar óttast vísindamenn að fari það svæði af stað af fullum krafti þá geti það orðið eldfjall sem yrði um 100 km á lengd og allt að 80 km á breidd, (supervolkano). Fari slíkt gos af stað þá má reikna með því að byggð leggist að mestu af í stjórum hluta norður Ameríku og Kanada enda gæti slíkt gos staðið yfir árum eða áratugum saman. Jafnvel gæti svo farið að allt norðurhvel jarðar yrði óbyggilegt vegna öskufalls og síðar kulda þar sem ekkert sólarljós næði til jarðar vegna ösku í efri lögum andrúmsloftsins og þar með væru komnar kjöraðstæður fyrir ísaldarskeið sem gæti staðið yfir í þúsundir ára.
En aftur að litla íslandi og því sem þar er í gangi núna og mínar persónulegu hugrenningar um hvað eigi eftir að gerast í framtíðinni. Framtíð sem engin getur í raun spáð fyrir um að öðru leiti en því að það mun halda áfram að gjósa með hléum í einhverja áratugi eða árhundruð sem verður til þess að hraun rennur yfir allt það land sem fyrir var þó þakið hrauni og þær byggðir sem risið hafa á þessum hraunflekum.
Ég persónulega held að við getum afskrifað Grindavík svona miðað við það sem hefur verið að gerast því það er bara spurning hvenær gossprunga opnast í bænum og út í sjó því það mun gerast fyrr eða síðar með sama áframhaldi enda hefur jörð verið að gliðna á spurngusvæðinu sem liggur í gegnum bæinn og beggja vegna við líka og staðreyndir verða ekkert umflúnar.
Síðan er það spurning hvað mun gerast á Reykjanesinu til austurs og síðan norðausturs frá Hellisheiðini því allt þetta svæði er virkt þó það hafi legið í dvala árhundruðum saman. Það getur allt farið af stað núna á næstu árum eða áratugum með sama hætti og er að gerast norðan Grindavíkur. Með því að skoða loftmyndir af Google maps er hægt að gera sér í hugarlund mundi gerast ef allar þessar gömlu sprungur færu að gjósa og dæla hrauni til norðurs.
Þeir sem hafa verið að viðra að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni þurfa svo sannarlega að fara að endurskoða þær hugmyndir sínar vegna þeirra atburða sem nú eru í gangi því það væri ekkert annað en sóun á fjármunum og gengi gegn allri heilbrigðri skynsemi.
Læt þessu lokið í þetta sinn en kem kanski með meira seinna.