Þó sv Bjarni Ben hafi sagt í ræðustól Alþingis, að vinstri menn sæu ekki skattalækkannir þó þær blöstu við þeim.
En var Bjarni bara að tala við vinstri menn á þingi í þessu tilfelli?
Nei í raun ekki, því hann var að tala við almenning í landinu og var í raun að segja að allur almenningur sem sjá ekki það sama og hann í þessu frumvarpi séu heimskingjar.
Það er ömurlegt, svo ekki sé meira sagt, að sjá fjármálaráðherra landsins setja fram frumvarp, sem hverjum einasta manni sem kann eitthvað fyrir sér í reikningi, (þarf reyndar ekki reikniskunnáttu til í þessu tilfelli), þar sem svo augljóslega er verið að leggja auknar álögur á heimilin í landinu og kalla það skattalækkanir.
Spáið aðeins sjálf í þessu og reiknið þetta út með skynsemini en ekki Exel eða reiknivél.
Virðisauki á mat er í dag 7% en verður, gangi tillögurnar í gegn, 12%.
Það er 5 prósentustiga hækkun eða raunhækkun upp á 71% á VSK.
Þetta hækkar matarkostnað heimilana um allt að 3.500, til 3.900 krónur á mánuði eða eykur tekjur ríkissjóðs upp á 11 milljarða.
Á móti kemur að vörugjöld falla niður.
Engar íslenskar matvörur bera vörugjöld í dag hvort sem er, aðeins erlendar.
Virðisauki af heimilistækjum lækkar um 1,5 prósentustig eða í kringum 4 til 5% raunlækkun.
Í ljósi þessa veltir maður fyrir sér reikniskunnáttu fjármálaráðherra og ráðgjafa hans og hvort hann sé yfir höfuð hæfur til að gegna nokkru öðru starfi en að handmoka skurði. Undir eftirliti þó.
Það er gjörsamlega óþolandi að horfa upp á fjármálaráðherra saka alla alþýðu í landinu, sem er honum ekki sammaála, heimskingja þegar hann sjálfur sér ekki og skilur ekki að það er hann sjálfur sem er heimskinginn.
Það sem er þó sorglegra en tárum taki, er að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn eykst um 1,4% miðað við síðustu könnun MMR, en þá má gefa sér að 28% íslendinga séu gjörsamlega úti að skíta þegar kemur að eigin velferð.
Tenglar: