Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Páll Magnússon kallar Helga Seljan óþvera eftir starfsmannafund. Myndin er klippt úr myndbandi sem tekið var í morgunn og birt á Vísir.is.
Páll Magnússon kallar Helga Seljan óþvera eftir starfsmannafund.
Myndin er klippt úr myndbandi sem tekið var í morgunn og birt á Vísir.is.

Í gær, 27. nov, bárust þær fréttir frá Rúv að til stæði að segja upp allt að sextíu starfsmönnum stofnunarinar, fækka dagskrárliðum og skera niður svo um munaði.  39 starfsmenn fengu uppsagnarbréfið samstundis og gert að hverfa úr húsinu þar sem það hafði kanski unnið í fjölda ára.

Una Margrét Jónsdóttir skrifaði á facebooksíðu sína að fólki væri illa brugðið þegar komið var fram við það eins og ótýnda glæpamenn.

Kæru vinir.
Fólki sem ég hef unnið með í meir en tvo áratugi var sagt upp í dag. Þessum starfsmönnum var bannað að vinna út uppsagnarfrest sinn og ljúka við þá þætti sem þeir voru með í vinnslu. Þeim var gefið ótvírætt til kynna að nærveru þeirra væri ekki óskað framar. Tölvupósti þeirra var lokað. Eftir margra ára ósérhlífið starf við Ríkisútvarpið var komið fram við þetta fólk eins og glæpamenn.
Ég hugsa: Hvar er ég stödd? Er þetta útvarpið sem ég hef unnið fyrir í 23 ár? Víkingur Heiðar talar um það á dv.is í dag að hann óttist að Rás 1 verði eins og rjúkandi rúst. Það er einmitt það sem er að gerast. Ég er stödd í rjúkandi rúst.
Boðað er til mótmælafundar fyrir utan Útvarpshúsið, Efstaleiti, á morgun kl. 12.30.
Ykkar Una Margrét.

Þegar maður les svona úr innsta kjarna þeirra starfsmanna sem starfa á Rúv, segir það mikið til um hvernig ástandið er.
Helgi Seljan fréttamaður var allt annað en sáttur vegna þessara uppsagna og lét alveg vita af því.

Einn þeirra sem brást hvað verst við þessum fregnum í dag er fréttamaður Kastljóssins Helgi Seljan sem er sagður hafa skellt hurðum þegar hann heyrði af þessum uppsögnum í morgun.

En málinu er langt í frá lokið og mörg kurl eiga eftir að koma til grafar áður en yfir líkur.
Í morgunn á starfsmannafundi hjá Rúv hélt Helgi áfram og gekk hart á Pál vegna uppsagnanna og gagnrýndi hannn fyrir framan aðra fundarmann. Pál tók hins vegar á móti Helga og varðist gagnrýni hans. Helgi mun hafa notað sterk orð til að lýsa skoðunum sínum á fjöldauppsögnunum en honum hefur verið heitt í hamsi út af þeim frá því í gær.
Helgi mun meðal annars hafa vænt Pál Magnússon um að hafa sett á laggirnar leikrit í kringum uppsagnirnar til að þóknast stjórnvöldum og vilja hennar til að spara peninga í ríkiskassanum og að þess vegna hafi svo mörgum verið sagt upp en að væntanlega verði einhverjir aðrir ráðnir í staðinn til að fylla upp í skörðin. Tók Páll þessum orðum Helga afar illa og og orðaði það svo að ósmekklegt væri af Helga að væna hann um slíkan skepnuskap. Orðaskipti Helga og Páls munu hafa orðið til þess að fundur leystist upp í orðaskak þeirra á milli enda er hvorugur þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Þarna mættust því stálin stinn.

Eftir fundinn sauð upp úr á milli þeirra og sagði Páll við Helga: ,,Þú ættir að skammast þín. Þú ert óþverri.” Fréttavefurinn Vísir.is náði þessum orðum Páls á upptöku eftir fundinn. Átti Páll þar við þau orða Helga að Páll væri með uppsögnunum að taka þátt í leikriti fyrir ríkisstjórnina. Eftir að Páll lét þessi orð falla rauk hann í burtu og upp í lyftu í útvarpshúsinu.

Sjá myndband með fréttinni á Vísir.is.

Hér er listi yfir hluta af þeim sem voru reknir:

Íþróttadeild: Adolf Ingi Erlingsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Næturfréttamenn: Jón Thordarson og Kristófer Svavarsson.
Fréttamenn: Björg Magnúsdóttir, Tryggvið Aðalbjörnsson, Berglind Eygló Jónsdóttir og Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Spegilsins, sem fékk starfslokasamning.
Þýðingadeild: Gunnar Þorsteinsson.
Tæknideild: Bjarni Rúnar Bjarnason tónmeistari fékk starfslokasamning.
Þulir: Anna Sigríður og Atli Freyr Steinþórsson en þá er aðeins einn þulur eftir, Sigvaldi Júlíusson, bróðir Kristjáns heilbrigðisráðherra.
Rás 1: Lana Kolbrún Eddudóttir, Steinunn Harðardóttir, Arndís Björg Ásgeirsdóttir og Dagur Gunnarsson , sonur Gunnars Gunnarssonar í Speglinum.
Ingibjörg Eyþórsdóttir, Halla Steinunn Stefánsdóttir, Linda Blöndal, Guðfinnur Sigurvinsson, Gunnar Stefánsson, Sigríður Pétursdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Kristín Eva Þórhallsdóttir, Guðni Már Henningsson, Ingi Þór Ingibergsson, Kristinn Evertsson, Þorsteinn Guðmundsson og margir í viðbót sem of langt mál er að telja upp

VIÐ ÓSKUM EFTIR ÞINNI HJÁLP

MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉRNA

Og þá eru það spurningarnar sem brenna hvað heitast á undirrituðum.

  1. Af hverju er verið að segja upp öflugasta starfsfólkinu í fréttageiranum?
  2. Af hverju er verið að segja upp starfsfólki sem hefur starfað áratugum saman á Rúv?
  3. Af hverju var ekki farið eftir þeirri almennu reglu að þeir sem styðst hafa starfað hjá fyrirtækinu fari fyrst?
  4. Af hverju er farið í þessar uppsagnir þegar aðeins örfáir dagar eru í aðventu og jólin handan við hornið?
  5. Af hverju er farið í þessar uppsagnir áður en búið er að samþykkja fjárlögin?
  6. Af hverju eru lög um nefskatt þverbrotin á allan hátt með því að láta hann ekki renna óskertan til Rúv?

Allt þetta eru spurningar sem þarf að ræða um og svara því slíkur óþveraháttur sem Páll Magnússon hefur sýnt af sér í öllu þessu máli gerir hann gjörsamlega óhæfan sem útvarpssjóra.  Með réttu ætti að sparka honum úr starfi á stundinni fyrir algeran skort á mannlegum samskiptum og hreinræktuðum óþverahætti með því að sparka fólki úr vinnu korter í jól.

Ég gæti haft þennan pistil 10 sinnum lengri en læt staðar numið hérna og óska eftir umræðum um þetta mál og þá sérstaklega spurningarnar sem ég setti inn hér að ofan.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni