Jack Hrafnkell Daníelsson er fæddur síðla í janúar 1965 í Reykjavík en ólst upp til tveggja ára aldurs í Hvallátrum á Breiðarfirði hjá foreldrum sínum, Daníel Jónssyni og Steinunni Bjarnadóttur sem þar bjuggu ásamt foreldrum Daníels, Jóni Daníelssyni og Jóhönnu Sesselju Friðriksdóttur.
1968 festu þau Daníel og Steinunn kaup á jörðinni Drangar á Skógarströnd og fluttu þangð 1968 á H-daginn og bjuggu þar í 32 ár með hefðbundin búskap.
Þetta er persónuleg bloggsíða mín um þau málefni sem skipta mig máli hverju sinni.
Ég persónulega ber ábyrgð á öllu því efni sem hérna er sett inn enda er mín sýn á lífið og tilveruna dálítið með öðrum hætti á stundum en gengur og gerist.
Síðan er í stöðugri þróun þegar vilji og nenna er til staðar enda sést að sumir hlutir eru ófullgerðir samanber tenglasafnið þar sem sumstaðar á eftir að bæta inn helling af hlekkjum og tenglum.
Ég skrifa líka af og til pistla í Kvennablaðið. Reyni ég að hafa efni þeirra eins ítarlegt og vandað eins og mér er kleyft því þar legg ég oft meiri vandvirkni í skrifin og heimildaöflun heldur en þegar ég blogga.
Það er von mín að fólk sem les það sem ég skrifa láti í ljós sitt álit á því sem ég hef fram að færa með því að skrifa ummæli eða mæla með því á þar til gerðum hnapp.
Jack H. Daniels.