OPNAÐU FOKKING AUGUN!

Að horfast í augu við sjálfan sig og sjá sannleikann er meira en margir þola.

Að horfast í augu við sjálfan sig og sjá sannleikann er meira en margir þola.

Opnum Augun er óhefðbundin heimildarmynd um fátækt á Íslandi í bígerð, mögulega sú fyrsta sinnar tegundar.

Markmið myndarinnar er að vekja athygli á fátækt á Íslandi með því að afhjúpa hana og gera hana sýnilega öllum.
Að opna augu þeirra sem á horfa með því að veita þeim skráargat á raunveruleika tug þúsunda Íslendinga, í von um jákvæð áhrif á samfélagið og hvatningu til raunverulegra breytinga okkur öllum til hagsbóta.

Öllu efni myndarinnar verður safnað hér í gegnum einkaskilaboð og með því gefum við öllum þeim sem málefnið varðar rödd.
Allir sem hafa áhuga og eiga myndavélasíma geta því tekið þátt í gerð myndarinnar með því að senda myndbönd til okkar.

Allt efni sem okkur er sent verður einungis notað til gerðar þessarar myndar.
Allt innsent efni verður að vera tekið með síma/myndavél í láréttri stöðu en ekki lóðréttri.

Þetta er meðal annars það sem kemur fram á Facebooksíðunni „Opnum Augun“-kvikmynd- þar sem meiningin er að safna saman efni frá fólki sem lifir langt undir þeim mörkum velferðar sem notuð eru til viðmiðunar af ráðuneyti velferðarmála og gera heimildarmynd um hvernig fólk fer að því að lifa á tekjum sem eru við eða undir fátæktarmörkum.

Daníel Þór Sigurðsson er sá sem er að setja þetta verkefni í gang og í færslu sem hann skrifa á Facebook bilar hann til fólks að opna á sér augun og sjá hvað fer fram fyrir framan nefið á því, því allt, allt of margir þegja yfir ástandinu og snúa blinda auganu að því eins og það hverfi við það.

Opnaðu fokking augun!

Fyrsta hvers mánaðar fæ ég eins og svo margir aðrir útborgað í heildina rúmlega 175.000kr með barnalífeyri sem er rúmur 20.000kr sem endar í rúmlega 195.000kr, þar sem ég er öryrki.
Það sem af er ári hef ég þurft að borga leigu upp á 135.000kr mánaðarlega sem telst eðlilegt eða ódýrt í dag, 3.500kr í hita og rafmagn, 900kr í leigu á barnabílstól og bifreiðatryggingar upp á svívirðilegar 16.000kr og allt er þetta nauðsyn þar sem allir þurfa þak yfir höfuðið og ég gæti einfaldlega ekki lifað bíllausum lífsstíl þar sem ég bý í dag – Eftir standa rúmlega 39.500kr í rúma viku þar til mér eru greiddar húsaleigubætur sem eru rúmar 35.000kr.

39.500 krónur.
39.500 krónur.
39.500 krónur.

Ég þarf að reka heilt heimili með öllum þeim útgjöldum sem því fylgir eins og klósettpappír, hreinlætisvörur, bleyjur, föt og þið vitið hvert ég er að fara, þið kannist við það sjálf ef þið rekið heimili og það er bara þannig að það er ekki hægt að spara endalaust.

Svo þarf ég að halda jól og gefa jólagjafir (neyðist til að sleppa því) og kaupa jólamat.

Ég þarf líka að eiga framtíð.

Ég er ekki öryrki að ástæðulausu þó sumir kanski haldi það og útaf minni fötlun (heilaskaði) get ég ekki hugsað einn um son minn samfleytt í langan tíma og það veldur því að maki minn sem einnig á við sín vandamál að stríða og þarf mögulega að fara á örorku getur ekki reynt að vinna fyrr en sonur okkar fer á leikskóla ($$$) og fær hún því mun minna borgað en ég mánaðarlega, en ég ætla ekki að fara út í það nánar hér.

Ég veit ég er lifandi, og ég á að vera þakklátur fyrir það að hafa ekki dáið liggjandi meðvitundarlaus undir smábifreið árið 1996.
Það breytir því ekki að ég er lifandi dauður, og það VERÐUR að breyta því ekki bara fyrir mig heldur fyrir alla og börnin ykkar líka.

Hér að ofan eru bara slitrur úr færslunni en á tenglinum að ofan má lesa hann í held sinni en hann er opinn öllum.

LESTU EINNIG: Svelta öryrkja og aldraða meðan ráðamenn fá feitann tékka níu mánuði aftur í tíman

Það er ekki hægt að líða það lengur að þjóðfélagið loki augunum fyrir því ástandi sem er orðið í velferðarmálum og hvernig ójöfnuður og fátækt eykst með hverjum einasta degi meðan ríkisstjórn stórlygara, svikara og glæpafélaga fær að ráða hér ríkjum.

Almenningur þarf að OPNA FOKKING AUGUN!

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa