Festa þarf lágmarkslaun með lagasetningu strax á vorþingi

Íslenskur fyrirtækjarekstur í hnotskurn.

Íslenskur fyrirtækjarekstur í hnotskurn.

Lágmarkslaun verður að festa með lögum og það er hverjum manni ljóst sem hefur eitthvað fylgst með því sem er að gerast í þessu landi undanfarin ár.
Velferðarráðuneytið og hagstofan gefa reglulega út viðmiðunarmörk um lágmarksframfærslu fyrir einstaklinga, sambúðarfólk og fjölskyldur og samkvæmt þeim upplýsingum sem þar koma fram er orðið ljóst að þó svo lægstu taxtar mundu hækka í 300 þúsund krónur núna strax, þá yrðu útborguð laun ekki nema rétt rúmlega 228. þúsund vegna skatta og launatengdra gjalda sem dregin yrðu frá þeirri upphæð.
Auðvita átti krafa starfsgreinasambandsins á hendur atvinnurekendum að vera 500 þúsund á lægstu laun en krafan átti líka að vera að skattleysismörk mundu hækka í sömu upphæð hið minnsta og persónuafslátturinn þrefaldast.

Alþingi þarf að taka sig saman í andlitinu og hætta að tala með rassgatinu, eins og þeirra er siður þessa dagana og setja lög sem ákvarða lágmarkslaun.
Lög sem koma í veg fyrir fátækæt og fólk geti ekki lifað af vinnuframlagi sínu því aðeins þannig er hægt að auka jöfnuð og minnka misskiptinu í landinu.
Það eru nefnilega mannréttindi að fá að lifa og þau mannréttindi eru brotin í dag af stjórnvöldum og atvinnurekendum.

Enn einu sinni þarf því að fara í þá vinnu, sem reyndar á að gera á minnst þriggja mánaða fresti, að reikna út lágmarksframfærslu og hækka laun sjálfkrafa í samræmi við það sem og skattleysismörkin.
Þau fyrirtæki og atvinnurekendur sem ekki sjá sér fært að standa undir þeim hækkunum eru þá einfaldlega ekki rekstrarhæf vegna vanhæfi stjórnenda.
Flóknara er það ekki.

Svona í lokin ætla ég að láta fylgja með fræga sögu af því hvernig fyrirtækjum er oftar en ekki stjórnað hér á landi sem verður til þess að þau eru engan veginn samkeppnishæf á alþjóðavettvangi því vanhæfnin, heimskan og hreinn og beinn fávitaháttur ræður oftar en ekki ákvörðunum æðstu stjórnenda og við sjáum fyrirtæki sem eru svona rekin á íslandi í dag.

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom.
Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári.

Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra.
Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu.
Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru.
Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar.
Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn ræðari voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn ræðara.
Að auki var ræðarinn „motiveraður“ samkvæmt meginreglunni: „Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð“.

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu ræðarann með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.

Því miður er þetta staðreynd og sannleikur og meðan fyrirtæki og stjórnendur haga sér með þessum hætti og greiða ekki mannsæmandi laun, þá eiga þau sér engan tilverurétt.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Updated: 28. mars 2016 — 10:32