Flokkur: Umferðin

Svarthol Hugans

Þjóðvegir þaktir lýsisgrút. Vegagerðin kallar þetta malbik

Vegagerðin hefur unnið nokkuð stíft í sumar við að malbika götur og þjóðvegi sem voru orðnir illa farnir eftir síðastliðin vetur og er það vel þegar svo vel er lagt í sem nú hefur verið gert en því miður er það gert með böggum hildar þar sem allt það malbik sem hefur verið lagt í…
Lesa meira

Leggja sjálfa sig, fjölskylu sína og alla aðra í lífshættu

Það er hreint með ólíkindum hvað það er mikið af algjörlega heiladauðum einstaklingum á ferðinni á þjóðvegum íslands.  Fólk sem með réttu ætti ekki með nokkru móti að hafa réttindi til að aka því þarna eru einstaklingar sem víla ekki fyrir sér að traðka bensíngjöfina í botn til að komast fram úr næsta ökutæki á…
Lesa meira

Týnt og fundið við þjóðvegi íslands

Á ferðalagi um landið getur alltaf komið fyrir að eitthvað tapast eða týnist hvort heldur það er fyrir klaufaskap eða óheppni þess sem fyrir því verður.  Ýmsir hlutir af bílum geta losnað og dottið af án þess að eigandinn verði þess var og komið hefur fyrir að „tengdamömmubox“ hafi opnast og hlutir dreifst á og…
Lesa meira

Engin eldsumbrot sjáanleg lengur

Gosið sem hófst í nótt í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls virðist vera að lognast út af.  Smávægilegt hraungos kom upp í nótt sem leið en síðan smá dró úr gosinu og er nú að sjá sem því sé lokið þó svo en komi mikil gufa upp úr sprungunni er eiginlegu hraungosi lokið. Það er spurning hvort…
Lesa meira

Gos hafið í Bárðarbungu

Gos er komið upp á yfirborðið í Bárðarbungu á Vatnajökli og sést það vel í vefmyndavél sem sett var upp til að hægt væri að fylgjast með svæðinu. Gosið er lítið enn sem komið er en spennandi verður að fylgjast með næstu klukkutímana til sjá hvernig það þróast. Bein útsending Annað sjónarhorn

Með illa klætt barn aftan á mótorhjóli í síðdegisumferðinni

Að leyfa börnum að sitja aftan á mótorhjóli er eitthvað sem flestir ef ekki allir hafa gert og vönum hjólurum þykir það ekkert tiltökumál. Að sjálfsögðu eru þá börnin klædd í rétt hlífðarföt með passandi hjálm á höfði áður en farið er af stað út í umferðina og á það að vera regla hjá fólki…
Lesa meira

Hættulegur farmur

Það er ekki gæfulegt að hlaða farmi með þessum hætti á trailer. Eitt snöggbrems og farmurinn fer í gegnum húsið á bílnum og tekur þá sennilega hluta af ökumanninum með sér. Þarna er ferlið greinilega ekki hugsað til enda.

Ábending til ökumanna!

Fyrir nokkru síðan las ég eftirfarandi pistil frá atvinnubílstjóra sem ekur vöruflutningabíl. Viðkomandi bað um að fá að koma skilaboðum til ökumanna en þau eru svohljóðandi: Mig langar að vekja athygli á einu atriði sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. Gott þykir mér fyrir ykkur sem akið um götur borgarinnar að hafa í huga að…
Lesa meira

Leitað að ökumanni bifreiðar sem slasaði börn í hesthúsahverfi Andvara

Sigurbjörg Magnúsdóttir skrifar á facebooksíðu sína 13. júní um klukkan 21:30 um lífsreynslu sem ekkert foreldri óskar sér að upplifa. Um klukkan 15:45 þennan sama dag var ungur sonur hennar ásamt hópi annara barna að koma að hesthúsi Andvara á Kjóavöllum, þegar bíll kemur og keyrir glæfralega og flautar og flautar á hestahópinn sem tryllist…
Lesa meira

Tillitsleysi af verstu sort

Bíllinn sem hér er á mynd er snyrtilega lagt við gula línu og lokar þar að auki stæði fyrir fatlaða með svo snyrtilegum hætti að ekki er hægt að koma hjólastól upp í bílinn fyrir vikið. Sá sem sendi myndina inn á Facebook segir að þetta sé við leikskóla þar sem fatlaður sonur hans er…
Lesa meira

Ný náttúruverndarlög banna þér að ferðast um ísland.

Fasistaháttur í umhverfisvernd er orðin staðreynd á íslandi eftir að Vinstri Grænir komust í valdasóla.  Nú á að setja ný náttúruverndarlög þar sem fólki er nánast orðið óheimilt að ferðast um landið öðruvísi en á tveim jafnfljótum.  Vélknúnum farartækjum verða settar svo miklar skorður í framtíðinni að farir þú upp á hálendið eða út af…
Lesa meira

Skýringar fundnar á blæðandi vegum norðanlands?

Mikið hefur verið fjallað um blæðandi vegi að undanförnu á norðurlandi og spannar svæðið sem um ræðir allt frá Hrútafirði í vestri og langleiðina til Akureyrar.  En hvað veldur þessari blæðingu og hvers vegna er þetta aðeins bundið við þetta eina svæði? Skýringar vegagerðarinnar eru satt best að segja broslegar og í versta falli heimskulegar…
Lesa meira