Á ferðalagi um landið getur alltaf komið fyrir að eitthvað tapast eða týnist hvort heldur það er fyrir klaufaskap eða óheppni þess sem fyrir því verður. Ýmsir hlutir af bílum geta losnað og dottið af án þess að eigandinn verði þess var og komið hefur fyrir að „tengdamömmubox“ hafi opnast og hlutir dreifst á og meðfram vegum.
Svo er það þessi óheppni eða gleymska sem stundum kemur yfir okkur þegar við stoppum við áningastaði og eitthvað gleymist. Einnig er ágætis afþreying fyrir þá sem eru farþegar í bílum á ferð skoða í vegkanntana því oft leynast þar hlutir sem tapast hafa.
Þess vegna varð sú hugmynd til að stofna hóp á Facebook þar sem fólk gæti auglýst eftir hlutum sem týndust eða fundust við þjóðvegi íslands.
Hópurinn telur sem stendur aðeins rúmlega 170 sálir en von er til að hann stækki og eflist því fleiri sem átta sig á tilvist hans.
Hægt er að ganga í hópinn með því smella hér og öllum er heimilt að bæta fólki í hann.