Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Flokkur: Hugleiðingar

Má svo sem kalla þetta blogg þar sem þetta eru mínar persónulegu hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Ekki vera þú sjálfur

Mér finnst það meira en lítið furðulegt að fólk skuli líta á það sem galla eða óheiðaleika þegar maður kemur til dyrana eins og maður er klæddur, segir hlutina eins og þeir eru, velur að vera aðeins óhefðbundinn í útliti og mæta á framboðskynningar á stóru mótorhjóli íklæddur viðeigandi hlífðarfatnaði úr leðri. Mér hefur verið […]

Kristnir öfgamenn v/s múslimskir öfgamenn. Hver er munurinn?

Hatursumræðan sem hefur verið ríkjandi hér á landi meðal ákveðins hóps fólks, þá sér í lagi einstaklinga sem flokka sig sem kristna einstaklinga er orðin ansi hatrömm svo ekki sé meira sagt.  Þar fagna ákveðnir einstaklingar því þegar Islamisstar eru strádrepnir í árásum og allt eru þetta í huga þeirra kristnu öfgamanna bara hryðjuverkafólk, hvort […]

Við verðum að kjósa okkur forseta sem þorir en ekki einhverja lufsu

Nú þegar það eru aðeins fimm dagar þangað til gengið verður til kosninga á Íslandi, þá er komin tími til að segja það sem segja þarf um þá frambjóðendur sem eru í boði til þessa embættis og skoða aðeins hvaða eiginleika Forseti landsins þarf til að geta verið forseti þjóðarinar og sérstaklega almennings í landinu, […]

Sannir píratar hlaupast ekki frá ábyrgð þó þeir séu ekki sammála í öllum málum, heldur gera sitt til að leysa þau

„ÉG ER HÆTTUR.  FARINN OG ÆTLA SKO EKKERT AÐ VERA MEMM AÞÞÍ ÞIÐ GERIÐ EKKI EINS OG ÉG VIL!“ Nokkurn vegin svona er minn skilningur á því fólki sem hefur sagst vera Píratar en er það svo ekki þegar upp er staðið.  Þetta er fólk sem hefur lýst því yfir að það sé fylgjandi Píratakóðanum […]

Færibandavinna á hjartadeild LSH og álagið sem því fylgir

Það er mögnuð lífsreynsla að fara á sjúkrahús í dag og þurfa að liggja inni í sólarhring vegna hjaraþræðingar.  Það fékk ég að reyna síðastliðin miðvikudag þegar ég þurfti að fara í slíka aðgerð og þá sá maður frá fyrstu hendi hvað illa er komið fyrir heilbrigðiskerfinu í landinu og hvað það er orðið miklu […]

Ég er logandi hræddur við framtíðina

Eftir lestur fréttamiðla frá því í morgunn þar sem fram kemur að Davíð Oddsson, hrunkóngur íslands hafi lýst yfir framboði til Forseta íslands, þá fór um skelfingarhrollur og framtíðin blasti við mér sem kolsvart ginnungargap þar sem upp stigu baneitraðar brennisteinsgufur og glitti í forsfórlogandi hraunsprungur hvar Djöfullinn sjálfur sat á snös tilbúinn að hremma […]

Ég get ekki tekið þátt í svona löguðu

Þegar þetta er skrifað hafa 15 einstaklingar boðað komu sína og 75 til viðbótar sýnt áhuga á að koma saman framan við heimili Bjarna Benediktssonar að kvöldi fyrsta maí undir yfirskriftinni „Grillum á kvöldin„.  398 hafa fengið boð, þar á meðal undirritaður. Þar segir nánar um viðburðinn: Grasrótarhópurinn Beinar aðgerðir boðar til mótmæla við heimili […]

Ég er víst mjög neikvæður í augum þeirra sem lesa skrifin mín á netinu

Núna í hádeginu fékk ég símtal frá gömlum vini mínum sem byrjaði símtalið á því að spyrja mig hvort það væri ekki kominn tími til að taka einn jákvæðan dag og skrifa á netið á þeim nótunum.  Áttum síðan gott spjall í rúman hálftíma þar sem farið var vítt og breitt um sviðið þar sem […]

Fasteignaverð í Svíþjóð að gefnu tilefni

Það er svolítið kaldhæðnislegt og í raun grátbroslegt hvað fólk er tilbúið að draga orð manns í efa þegar ég hef talað um verð á fasteignum í Svíþjóð sem og lánakjörin sem bankar bjóða upp á í sambandi við húsnæðislán.  Oftar en ekki hafa mér borist einkaskilaboð og póstar þar sem fólk hreinlega segir mig […]

Allur réttur áskilin. Jack H. Daniels © 2014