Flokkur: Hugleiðingar

Svarthol Hugans

Hvað mundi gerast ef allir launþegar tækju út launin sín í reiðufé um næstu mánaðarmót?

Ég fór aðeins á spá í það eftir að Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kom með einhverja þá arfavitlausustu hugmynd sem ég hef á ævinni heyrt, að útrýma öllum viðskiptum með reiðufé, hreinlega banna það til að koma í veg fyrir spillingu. Fyrst gapti ég yfir þeim fullyrðingum sem hann setti fram en síðan sprakk ég úr…
Lesa meira

Lifandi dauði í boði íslenskra stjórnvalda

Það koma alltaf dagar í upphafi mánaðar þar sem maður veltir því fyrir sér til hvers maður sé að rembast við það strögl að halda sér á lífi þegar maður er búinn að borga þá reikninga sem maður getur borgað á þeim lúsarbótum sem ríkið skammtar manni.  Vanskilin halda bara áfram að aukast og maður…
Lesa meira

Ammælisrantur fýlupúkans

Ég á ammæli.  Er orðinn hundgamall eða tvö ár yfir hálfa öld frá og með deginum í dag og má þakka fyrir að vera á lífi eftir að ljós kom á síðasta ári að aðeins önnur kransæðin var óstífluð að 20%.  En hey!  20% þýðir að það kemst enn smá blóð í gegn og það…
Lesa meira

Sunnudagshugvekja um geðveiklinga sem sjá ekki hvað lífsgæðin eru mikil á Íslandi

Stundum er erfitt að byrja að skrifa um málefni sem eru manni hugleikin og það á vel við í þessum pistli, því ég veit eiginlega varla hvar ég á að byrja eða hvernig ég á að koma því frá mér sem mig langar til að fjalla um.  Þetta er að sjálfsögðu pólitík sem um er…
Lesa meira

Leigufélög í Svíþjóð

Nú hef ég aðeins á síðustu tveim árum verið að skrifa um þrá mína til að flytja erlendis og þá til Svíþjóðar.  Ég hef lagt áherslu á hvað verð á húsnæði er lágt á landsbyggðinni í Svíþjóð en lítið fjallað um leigumarkaðinn, en það kemur til af því að sjálfur hef ég hug á að…
Lesa meira

Af hverju Svíþjóð?

Í tvö ár hefur stefnan verið sett á það að flytja til Svíþjóðar og setjast að þar til loka þessarar jarðvistar en ýmsir hlutir hafa komið í veg fyrir að úr þeim flutningum hafi orðið, enn sem komið er.  En nú hyllir undir það að af þessu geti orðið og ég held að útslagið hafi…
Lesa meira

Bitur sannleikurinn nær hvorki augum né eyrum þingmanna

Daglega og jafnvel oft á dag les maður reynslusögur fólks sem þarf að eiga í samskiptum við handónýt kerfi hins opinbera.  Kerfi sem eru svo fjársvelt að maður furðar sig á því að hægt sé að reka viðkomandi stofnun og sinna þeim verkefnum sem samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins henni ber þó skylda til þrátt fyrir að…
Lesa meira

Hverjir eru í raun og veru stjórntækir á Alþingi eftir næstu kosningar?

Þær hugrenningar sem fara hér á eftir hafa svolítið verið að grassera í hausnum á mér undanfarnar vikur og eru langt í frá fullmótaðar og geta stöðugt tekið breytingum.  Ætli þar sé ekki helst um að kenna bölvuðum athyglisbrestinum sem hefur hrjáð mig frá því ég man eftir mér enda þarf ég helst að vera…
Lesa meira

Ekki vera þú sjálfur

Mér finnst það meira en lítið furðulegt að fólk skuli líta á það sem galla eða óheiðaleika þegar maður kemur til dyrana eins og maður er klæddur, segir hlutina eins og þeir eru, velur að vera aðeins óhefðbundinn í útliti og mæta á framboðskynningar á stóru mótorhjóli íklæddur viðeigandi hlífðarfatnaði úr leðri. Mér hefur verið…
Lesa meira

Kristnir öfgamenn v/s múslimskir öfgamenn. Hver er munurinn?

Hatursumræðan sem hefur verið ríkjandi hér á landi meðal ákveðins hóps fólks, þá sér í lagi einstaklinga sem flokka sig sem kristna einstaklinga er orðin ansi hatrömm svo ekki sé meira sagt.  Þar fagna ákveðnir einstaklingar því þegar Islamisstar eru strádrepnir í árásum og allt eru þetta í huga þeirra kristnu öfgamanna bara hryðjuverkafólk, hvort…
Lesa meira

Við verðum að kjósa okkur forseta sem þorir en ekki einhverja lufsu

Nú þegar það eru aðeins fimm dagar þangað til gengið verður til kosninga á Íslandi, þá er komin tími til að segja það sem segja þarf um þá frambjóðendur sem eru í boði til þessa embættis og skoða aðeins hvaða eiginleika Forseti landsins þarf til að geta verið forseti þjóðarinar og sérstaklega almennings í landinu,…
Lesa meira

Sannir píratar hlaupast ekki frá ábyrgð þó þeir séu ekki sammála í öllum málum, heldur gera sitt til að leysa þau

„ÉG ER HÆTTUR.  FARINN OG ÆTLA SKO EKKERT AÐ VERA MEMM AÞÞÍ ÞIÐ GERIÐ EKKI EINS OG ÉG VIL!“ Nokkurn vegin svona er minn skilningur á því fólki sem hefur sagst vera Píratar en er það svo ekki þegar upp er staðið.  Þetta er fólk sem hefur lýst því yfir að það sé fylgjandi Píratakóðanum…
Lesa meira