Stundum fallast manni hreinlega hendur þegar maður les pistla frá þeim sem kalla mætti elítusleikjur í fjölmiðlum landsins. Kolbrún Bergþórsdóttir er ein þeirra og skrifar undir liðnum „Fastir Pennar“ á vef Fréttablaðsins en pistlar hennar hafa oft þótt frekar umdeildir.
Í gær, fimmtudaginn 25. mars skrifar Kolla lofrollu mikla um Katrínu Jakobs þar sem hún gerir því skóna að Katrín og VG muni fá yfirburðarfylgi í kosningunum í haust og þar með halda áfram sem forsætisráðherra, með eða án Sjálfstæðisflokkinum.
Hún heldur því blákalt fram að þjóðin sé búin að gera það upp við sig að hún vilji Katrínu áfram sem forsætis og heldur því einnig fram að hún njóti yfirburða trausts almennings, verið farsæll forsætisráðherra ásamt ýmsu öðru.
Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, nýtur yfirburða trausts. Hún hefur verið einkar farsæll forsætisráðherra, sterk og ákveðin manneskja, sanngjörn og býr yfir nauðsynlegri samningalipurð. Meira að segja þeir sem andvarpa yfir tilveru Vinstri grænna (og þeir eru ansi margir) viðurkenna flestir að enginn núlifandi stjórnmálamaður er betur til þess fallinn að gegna starfi forsætisráðherra en einmitt Katrín Jakobsdóttir. Haldi núverandi ríkisstjórn áfram veginn eftir næstu kosningar blasir við að Katrín mun verða leiðtogi þeirrar stjórnar. Verði annars konar stjórnarmynstur, en þó með Vinstri græn innanborðs, er nauðsynlegt fyrir þá ríkisstjórnarflokka að velja Katrínu sem forsætisráðherra, enda er hún langöflugasti stjórnmálamaður landsins. Annað val á forsætisráðherra myndi veikja þá stjórn til muna.
Pistill Kollu er talsvert langur en ljóst ætti öllum að vera sem lesa hann að Kolbrún er svo sannarlega ekki með puttann á þjóðarpúlsinum, aðeins elítu og útgerðarpúslinum enda hefur Katrín verið lélegur forsætisráðherra. Svikið allt sem hún lofaði og það er jú staðreynd að fátækasta fólkið bíður enn eftir margboðuðu réttlætinu sem hún talaði sem mest um fyrir síðustu kosningar en hefur forðast að ræða síðan.
Nei og aftur nei. Ég held að það sé staðreynd að fæstir af þeim sem lifa við fátæktarmörk og undir þeim vilji Katrínu áfram sem forsætis og Bjarna æskuvin hennar sem fjármála þó svo því miður allt bendi til þess að svo verði eftir kosningarnar í haust.
Almenningur þarf að fara að vakna og hugsa sinn gang, sérstaklega láglaunafólk, öryrkjar og aldraðir og mæta á kjörstað og kjósa þennan glæpalýð sem stelur af þeim fátækustu ásamt þjóðarauðlindunum til að færa þeim ríkustu í þjóðfélaginu.
Ójöfnuður á Íslandi hefur aukist um í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Það segir allt sem segja þarf.