Hver byrjaði?

Stundum er mörlandinn heimskari en daginn sem hann fæddist og auglýsir það grimmt á samfélagsmiðlunum, sérstaklega þó í kommentakerfum fjölmiðlana.

Nú gengur það fjöllunum hærra að Sara Óskars þingmaður Pírata leyfði sér að kalla umræður um störf þingsins sem fara nú fram einu sinni í viku en ekki tvisvar eftir að skipulagi þingvikunnar var breytt í tilraunaskyni, „hálftími hálfvitanna“ og fær bágt fyrir það frá lesendum.

En hver var það sem byrjaði á að kalla þennan hálftíma „hálftími hálfvitanna“?

Þegar maður leitar á netinu að samsvörun koma frekar skrítnir hlutir í ljós því niðurstöðurnar eru æði margar og ná mörg ár aftur í tíman.  Sem dæmi er að finna inni á Jónas.is, punkt frá hinum látna ritstjóra, frá árinu 2011 þar sem hann skrifar eftirfarandi punkt:

Hálftími hálfvitanna brást ekki á Alþingi í gær. Vanþroskaðir menntskælingar görguðu og sökuðu hver annan um allt að landráðum. Ráðherra var sakaður um lögbrot, þótt ríkið hafi oft tapað dómsmálum án þess. Hálftímar frjálsrar umræðu eru orðnir einkennistákn Alþingis. Þeir valda mestu um virðingarhrun þess. Beinar útsendingar gera fólki kleift að fylgjast með skrítinni iðju þingmanna. Og sjá um leið, hverjir fara mestum hamförum í ræðustól. Tíundi hver Íslendingur ber virðingu fyrir Alþingi. Það er mikið hrun. En lengi getur vont versnað og í gær héldu nokkrir þingmenn uppi merki vanþroskans.

Eftir nokkra leiti og grams á netinu komst ég að því að það var Þráinn Bertelsson fyrrum alþingismaður, fyrst fyrir Borgarahreyfinguna, síðan utan flokka þangað til hann gekk til liðs við VG sem er eignuð þessi nafngift dagskrárliðsins.  Ekki finn ég beina vísun í hvar eða hvenær hann sagði eða skrifaði þetta sem stendur en ágætt væri að fá ábendingar ef einhver veit það.

Htt er svo annað mál að það voru mistök að fækka þessum umræðum niður í eina á viku úr tveim því „hálftími hálfvitana“ er dagskrárliður sem allir dagar í umræðum á Alþingi ættu að byrja á því kanski yrði það til þess að ýta aðeins við hlutum sem ættu að vera löngu komnir í gegnum þingið.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 17. mars 2021 — 16:11