Vargurinn mættur

Það er alltaf merki vorsins hér í Svíþjóð þegar vargurinn lætur sjá sig með tilheyrandi hávaða og gargi.  Kanski góð tímasetning þar sem formlega gekk vorið í garð í gær þegar klukkan var færð fram um einn tíma.

Mest er þetta sílamáfur en innanum er svolítið um hettumáf en svartbak sér maður ekki og þaðan af síður fýl.
Nú er því tími til að fara að fylgjas með þegar hann setur sig upp og reyna að ná sér egg enda skilst mér að hver sem er getur og má ná sér í máfsegg sem nennir að hafa fyrir því.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 29. mars 2021 — 07:03