Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Fátt fer meira í taugarnar á mér en ósannindi í fjölmiðlum og að þurfa að eyða tíma í að staðreyndartékka hvort fréttir sem ég les séu sannleikanum samkvæmar er tímasóun og ber lélegum blaða og fréttamönnum vonda sögu, gerir þá ótrúverðuga og seka um léleg vinnubrögð.

Það skiptir nefnilega ekki öllu máli að vera “fyrstir með fréttirnar” ef fréttin er byggð á ósannindum, lygum eða fölsuðum upplýsingum því það sem skiptir máli eru vönduð vinnubrögð framar öllu öðru og sannleikur, réttar upplýsingar og staðreyndir séu hafðar að leiðarljósi.

Blaða og fréttamenn eiga aldrei að taka tilkynningum eða fyrirlýsingum frá stjórnmálamönnum sem sjálfsögðum hlut og birta án athugasemda, (copy/paste blaðamennska eins og hún er kölluð) því við sjáum á hverjum degi og jafnvel oft á dag ráðafólk þjóðarinar stíga fram og hreinlega ljúga vísvitandi að almenningi í landinu án þess að svo mikið sem blikna og sá blaðamaður sem birtir slíkar lygar án athugasemda sem frétt er ekki starfi sínu vaxinn því þar með er hann farinn að flytja falsfréttir.

Sá fjölmiðill sem krefur sína blaðamenn að vinna með hagsmuni annara en almennings að leiðarljósi er ekki fjölmiðill sem ætti að fá að starfa öðru vísi en með þeim fyrirvara að allar fréttir frá honum ættu sjálfkrafa að vera með viðvörunum að um falsfréttir gæti mögulega verið að ræða vegna hagsmunatengsla eiganda við aðila sem dæla fjármagni í fjölmiðilinn og til að beita honum sem áróðursvopni en ekki sem fréttamiðli.

Fjölmiðlafólk sem starfar undir þeim kröfum að skrifa “réttar” fréttir þarf heldur betur að fara að hugsa sig um nú þegar fólk er að vakna upp við þá staðreynd að falsfréttir og hálfsannleikur til að blekkja fólk eru miklu algengari en áður var talið og fals, blekkingar og lygar gera ekkert annað en draga bæði fjölmiðilinn og þá sem þar starfa niður og rauðflagga þá sem falsfréttamenn og falsfréttamiðla.

Í þriðju grein siðarelgna Blaðamannafélags Íslands stendur eftirfarandi: “Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er” (stytt).
Sá blaðamaður sem ekki fer eftir þessu er ekki að valda starfi sínu.

Eftirfarandi lista úr siðareglum BÍ ættu ALLIR blaða og fréttamenn að prenta út og hafa fyrir augunum á sér alla daga í vinnunni sjálfum sér til áminningar í starfi sínu og fara eftir því.

  1. Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu.
  2. Blaðamanni er ljós persónuleg ábyrgð á öllu sem hann skrifar.
  3. Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum.
  4. Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefst nafnbirtingar.
  5. Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild.
  6. Hann skal fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns.
  7. Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli.

Kæru blaða og fréttamenn.
Takið ykkur tak og farið að vinna ykkar vinnu í samræmi við siðareglurnar.

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni