Gagnaleki

Ég er búinn að hlæja mig hálf rænulausan eftir fréttir af stórum gagnaleka af samfélagsmiðlinum Facebook en þar segir: “ Per­sónu­upp­lýs­ing­um ríf­lega 500 millj­óna not­enda sam­fé­lags­miðils­ins Face­book hef­ur verið lekið á netið. Gögn­in inni­halda upp­lýs­ing­ar um not­end­ur í 106 lönd­um, þar af ríf­lega 31.000 not­end­ur frá Íslandi. Í gögn­un­um er að finna fullt nafn, síma­núm­er, […]

Þriggja metra staur takk

Íslendingum verður seint viðbjargandi vegna fávitahátts og tillitsleysis, það hefur gosið í Geldingadal fært okkur sönnur fyrir. RÚV var svo elskulegt að setja upp myndavél sem sýnir beint frá gosinu og margir sem ekki komast á gosstöðvarnar nýta sér til fullnustu eða mundu gera það ef ekki væri fyrir athyglissjúka fábjána sem standa fyrir framan […]

Fyrsti apríl

Smá fróðleikur um þennan annars ágæta dag og þann sið að hlaupa apríl. Til þess að aprílgabb sé hepnnað þarf að narra viðkomandi til að hlaupa, ganga eða koma sér af stað þannig að gengið sé í gegnum þrjú dyraop eða yfir þrjá þröskulda. Að ljúga að einhverjum þannig að viðkomandi hreyfi sig ekki er […]

Auglýsa heimsku sína

Sumu fólki verður seint bjargað frá eigin heimsku hvað sem reynt er.  Vonandi er það fólk stolt af hegðun sinni framan við myndavélarnar við Geldingadali þar sem sýnt er „live“ frá gosstöðvunum þegar það er glennandi sig framan í myndavélina og þar með skemma upplifun þeirra sem hema sitja og komast ekki að gosstöðvunum í […]

Harðlínan brjálast örugglega

Nú brjálast örugglega harðlínukapítalistarnir vegna þessarar fréttar og fara í meiriháttar stríð og áróðursherferð til að afsanna þetta enda hafa íslendingar aldrei geta lifað af á minna en sextán tíma vinnudegi því allt annað er bara bölvaður aumingjaskapur að mati nýfrjálshyggjupésana. Það verður veisla að fylgjast með stríðinu og ég er að fara í búðina […]

Marklaust plagg

Eftir að hafa rennt í gegnum plagg það sem kallast „Siðareglur Rúv“ get ég ekki betur séð en þetta sé algjörlega marklaust plagg að öllu leyti. Það eru engar undirskriftir vegna samþykkis við „siðareglurnar“ né um skipun siðanefndar eða hverjir sitji í þeirri nefnd. Skjal sem ekki er undirritað og samþykkt af starsfólkinu sem á […]

Ríkisútvarp Samherja?

Verður það niðurstaðan eftir allt ruglið í sambandi við frekju Máa og árásir hans og hundsrakka hans varðandi Helga Seljan og Rúv? Næsta kynning á RÚV gæti allt eins hljómað eitthvað þessa veru: Þú ert að hlusta á Ríkisútvarp Samherja.  Þar sem Þorsteinn Már ritskoðar og endursemur allar fréttir sér og Samherja í hag! Well.  […]

Vargurinn mættur

Það er alltaf merki vorsins hér í Svíþjóð þegar vargurinn lætur sjá sig með tilheyrandi hávaða og gargi.  Kanski góð tímasetning þar sem formlega gekk vorið í garð í gær þegar klukkan var færð fram um einn tíma. Mest er þetta sílamáfur en innanum er svolítið um hettumáf en svartbak sér maður ekki og þaðan […]

Afneitun og sögufölsun í kosningabaráttu

Gamalreyndur þingmaður ræðst á almennan borgara fyrir að benda honum á að stöðufærsla á samfélgasmiðli standist ekki söguskoðun og færir rök fyrir því.  Þingmaðurinn bregst ókvæða við og sakar almenna borgarann, (kjósandann) um að vera með lygar, áróður, falskar upplýsingar og fleira miður skemmtilegt sem verður ekki tíundað hér. Ef stjórnmálamaður sem situr á þingi […]

Siðanefnd RÚV

„Helgi Seljan hefur ítrekað viðhaft ámælisverð og óheiðarleg vinnubrögð í tengslum við umfjöllun um Samherja í miðlum Ríkisútvarpsins undanfarinn áratug. Hefur fréttamaðurinn orðið uppvís að því að hagræða gögnum, slíta upplýsingar úr samhengi og laga fréttaflutning að eigin geðþótta,“ er skrifað á síðu Samherja. Það er búið að staðfesta og sanna að Helgi Seljan gerði […]