Nauðungarvistun dæmd ólögmæt

Mig grunaði að svona mundi fara enda er bannað að nauðungarvista fólk lengur en 24 tíma án dómsúrskurðar og engin reglugerð er æðri lögum.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt skyldudvöl í sótt­varna­húsi ólög­mæta í mál­um þeirra  sem höfðað hafa mál á hend­ur rík­inu vegna skyldudval­ar í sótt­varna­húsi, sem tek­in voru fyr­ir í dag.

Þetta staðfest­ir Ómar R. Valdi­mars­son lögmaður í sam­tali við mbl.is. „Niðurstaðan er sú að reglu­gerðin á sér ekki nægj­an­lega laga­stoð og um­bjóðanda mín­um verður ekki gert að dvelja í sótt­varna­húsi enda talið sýnt að hann geti lokið við sótt­kví heima hjá sér,“ seg­ir hann.

Í mál­inu vóg skil­grein­ing sótt­varna­húss í sótt­varna­lög­um þungt að sögn Ómars, en í sótt­varna­lög­um eru þau skil­greind á þann veg að þau séu ætluð þeim sem ekki eiga sam­astað á Íslandi.

„Dóm­ur­inn seg­ir með mjög af­drátt­ar­laus­um hætti að það eigi ekki við um minn um­bjóðanda,“ seg­ir hann.

Tólf létu á málið reyna og mál­in voru sjö tals­ins. Í öll­um til­vik­um var dvöl­in dæmd ólög­mæt.

Það ætti heldur ekki að vera með nokkru móti löglegt að nauðungarvista fólk og neyða það til að borga fyrir vistunina að auki.  Í mínum huga er slíkt hreint og klárt brot á stjórnarskrá lýðveldisins.

Updated: 5. apríl 2021 — 18:46