Eftir að hafa rennt í gegnum plagg það sem kallast „Siðareglur Rúv“ get ég ekki betur séð en þetta sé algjörlega marklaust plagg að öllu leyti.
Það eru engar undirskriftir vegna samþykkis við „siðareglurnar“ né um skipun siðanefndar eða hverjir sitji í þeirri nefnd.
Skjal sem ekki er undirritað og samþykkt af starsfólkinu sem á að fara eftir reglunum eða hverjir eru starfsmenn nefndarinar tel ég vera algjörlega marklaust plagg sem í raun hefur enga þýðingu.
Svo er annað í þessu en það er sú spurning hver samdi þennan ófögnuð sem þessar svokölluðu siðareglur eru?