Fordómar og vanþekking á bifhjólum og bifhjólafólki.

Með son sinn á hjólinu.

Bifhjólakona og móðir úti á landi, nánar tiltekið á Akureyri hefur mætt ótrúlegum fordómum og vanþekkingu á leikskóla dóttur sinnar vegna þess að hún kemur með og sækir dóttur sína þangað á mótorhjóli.
Í stöðuuppfærslu á facebook segir hún að hún hafi verið tekin á eintal vegna þessa og hafi stjónendur leikskólans og aðrir foreldrar áhyggjur af velferð barnsins.

Eru það kanski sömu foreldrar og spenna ekki börnin sín í öryggisbelti á leið í leikskóla, „af því það tekur því ekki“?
Eða eru það foreldrar sem koma með börnin á reiðhjólum í leikskólan og jafnvel kanski hjálmlaus aftan á reiðhjólinu?
Því verður ekki svarað hér, en oft mætti fólk líta í eigin barm áður en það dæmir aðra og spyrja sig hvort það sjálft sé ekki að einblína á flísina í augum annara en sér ekki bjálkan í eigin augum.

En er eitthvað hættulegra að ferðast með barn á mótorhjóli með löglegum búnaði heldur en td. á reiðhjóli eða í bíl þar sem þau eru ekki einu sinni spennt í öryggisbelti?
Hún segir meðal annars; „ Þetta eru víst hinir foreldrarnir sem hafa áhyggjur. líklega starfsfólkið þarna líka. og það er skiljanlegt þegar maður veit ekkert hvað maður er að tala um. En þá finnst mér í lagi að fræðast um hlutina áður en því er skellt á mann að maður sé að leggja barnið sitt í ómælda hættu„.

Enn einu sinni þarf bifhjólafólk að sitja undir fordómum heimsku og fáfræði fólks sem heldur sig vita allt um hluti sem það hefur ekki hundsvit á.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 13. október 2013 — 23:21