Vegna umræðna um sóttvarnarhús og þeirrar stöðu sem upp kom vegna „nauðungarvistunar“, að allir sem kæmu til landsins yrðu skikkaðir til að dvelja í fimm daga í sérstöku sóttvarnarhúsi og ég sagði berum orðum að ég sæi ekki að það stæðist lög vil ég koma eftirfarandi á hreint því fólk var einfaldlega ekki að skilja hvað ég var að fara þó ég útskýrði það í þaula og sakaði mig um að vilja dreifa smiti eins og enginn væri morgundagurinn.
Við þetta fólk vil ég einfaldlega segja að þið eru fífl.
Ég skal útskýra nokkra hluti fyrir ykkur.
Ég er í áhættuhópi vegna undirliggjandi sjúkdóma og tek heilshugar undir að sóttkví og einangrun er nauðsynleg ef minnsti grunur leikur á að fólk sé smitað af Covid.
Ég er hjartasjúklingur.
Ég er með sykursýki
Ég er með háþrýsting
Ég er með gigt og vefjagigt.
Ég gæti átt á hættu að fá blóðtappa.
Við þessu tek ég hin ýmsu lyf.
Ég er á tveim tegundum af blóðþynnandi
Ég er á blóðþrýstingslyfjum
Ég er á lyfjum vegna of hás kólesterols.
Ég er á lyfjum vegna ofvirkra sýruframleiðlsu í magakirtlum.
Ég er lyfjum við sykursýki 2 sem ég þarf að taka tvisvar á dag.
Ég þarf að sprauta mig einu sinni á dag vegna sykursýki.
Ég hef verið meira eða minna í einangrun frá því að faraldurinn kom upp og forðast mannmergð, samkomur og í raun öll mannamót þar sem ég er skíthræddur við að smitast því það mundi sennilega drepa mig ef ég fengi þetta.
Í öllum umræðum sem ég tók þátt um málefni sóttvarnarhús og þeirrar nauðungarvistunar sem þar átti sér stað var ég að gagnrýna stjórnvöld því ég taldi þetta ekki samrýmast stjórnarskrárbundnum rétti fólks og brjóta á mannréttindum fólks að vera neytt til að sæta vistun í sóttvarnarhúsi og greiða fyrir það að auki hefði fólk aðra möguleika til að vera í sóttkví.
Ég reyndist hafa rétt fyrir mér í þessu samkvæmt niðurstöðu hérðasdóms og mér finnst alveg absúrt að sjá að Þórólfur hafi áfrýjað þessum dómi.
Það sem hins vegar hefði átt að gera af margfallt meiri hörku gagnvart fólki sem brýtur sóttkví er að beita grimmum sektarákvæðum og við þriðja brot minnst fimm til tíu daga fangelsi og engar undantekningar.
Stundum er fólk einfaldlega fífl og það hefur þessi umræða í sambandi við sóttvarnarhúsið og lagabrot ráðherra sannað.