Þann fyrsta apríl var birt grein vefnum Heilsutorg þar sem „sérfræðingur“ gefur sex góð ráð til að ná sér upp úr þunglyndiskasti.
Gott og vel, ég las þetta og síðan las ég það aftur og spurði mig hvaða dæmalausa fífl hefði skrifað þetta. Það sem þessi sex ráð áttu öll sameiginlegt var sú staðreynd að viðkomandi pistlahöfundur hafði ekki hundsvit á því sem hann skrifaði um, hafði aldrei upplifað þunglyndi og vissi þar af leiðandi ekkert um það ástand sem þunglyndissjúklingur þarf að glíma við, nema þá kanski af afspurn.
Ég tók mig til og skrifaði umsögn við þessa grein og sundurliðaði hana og svaraði hverju einasta atriði sem upp var talið í greininni og benti á allar rangfærslurnar, fordómana og fíflaskapinn sem greinarhöfundur lét frá sér og það var eins og við manninn mælt, mín skrif og svörin við þau voru samstundis fjarlægð af vefsíðu Heilsutorgs.
Það er nokkuð ljóst að þeir sem ritstýra þessum vef vilja bara jákvæð komment á sínar greinar, allt annað er fjarlægt með það sama. Þetta háttarlag kallast ritskoðun eða þöggun á sannleikanum ef sá sannleikur hentar ekki þeim sem stjórna vefnum og fyrir vikið verður hann ótrúverðugur og gjörsamlega ómarktækur. Þar fyrir utan eru stjórnendur slíks vefs brotlegir við tjáningarfrelsið.
Slíka ritskoðun stunda aðeins verstu vesalingar sem þola ekki að þeim sé mótmælt á nokkurn hátt, orð þeirra degin í efa eða þá þeir geta ekki svarað málefnalegri gagnrýni.
Hér er mitt komment sem var ritskoðað.
Ég persónulega ætla að tæta niður þau rök sem sett eru fram í þessum pistli enda sýnist mér á öllu, (án þess að ætla mér að fullyrða það) að pistlahöfundur hafi aldrei upplifað þunglyndi af neinni alvöru.
1. Ef þú nærð 20% fönksjón í þunglyndi mundi ég segja að það væri nokkuð vel sloppið því 5% væru frekar nær lagi. Komdu þér á fætur og klæddu þig? Það er nú meira enn að segja það því löngunin er að breiða upp fyrir haus og halda áfram að sofa til að þurfa ekki að takast á við daginn og að taka úr uppþvottavélinni eða yfir höfuð gera nokkuð verður að gjörsamlega ókleyfum ísvegg sem klifra skal án nokkurs búnaðar.
Þannig virkar raunverulegt þunglyndi.2. Nei þú segir ekki? Má það ekki?
Fjandinn eigi það því það kemur algerlega að sjálfu sér og ekkert sem ég get gert til að stoppa það. Það gerist bara og alveg sama hvað ég reyni að hugsa um eitthvað annað, hugsanirnar fara bara í þann farveg án þess að ég fái við neitt ráðið.3. Maður forðast fólk þegar maður er í kasti.
Maður vill ekki tala við neinn og maður lokar sig af og fjandakornið, maður fer síst af öllu í jóga eða sálfræðings þegar þannig stendur á enda hvort sem er ekki í neinu ástandi til þess.4. Mjög gott að ímynda sér hvernig manni liði eftir að hafa gert eitthvað því þegar maður hefur ekki andlega þrekið til að gera það snýst þetta yfir í vítahring þannig að maður hugsar að maður hafi gert eitthvað og um leið byrjar maður að draga sig niður fyrir aumingjaskapinn að hafa ekki gert það og dregur sig þannig enn dýpra í þunglyndið. Með því að lækka væntingar sínar sem þegar eru nánast við kjallaragólfið, þarf maður víst að fara að grafa holu.
5. Maður rífur sig einfaldlega ekkert upp, maður kemur sér í gang þegar maður er búin að rakka sig algerlega niður úr öllu og síðan tekur það bara tíma að raða saman brotunum úr sjálfum sér. Sum eru tínd og finnast ekki aftur og þar eru göt og spurngur í sálinni sem erfiðara og erfiðara verður að fylla upp í.
6. Það þurfa að vera sérstaklega góðir dagar hjá þunglyndissjúkling til að stíga út fyrir þægindarammann og ekkert gefið að þó dagurinn sé góður að hann láti það eftir sér enda veit hann að það getur kallað á innilokunn í tvennum skilningi ef illa fer. Við vitum hver sú tvenna er.
Þunglyndispúkinn hverfur aldrei af öxlinni. Aldrei.
Hann lætur kanski lítið fyrir sér fara en hann er þarna.
Alltaf.
Heilsutorg fær því algera falleinkunn frá mér og stjórnendurnir í flokk þeirra sem kallast ritsóðar.
Hér eru skilaboð til stjórnenda Heilsutorgs.
