Gagnaleki

Ég er búinn að hlæja mig hálf rænulausan eftir fréttir af stórum gagnaleka af samfélagsmiðlinum Facebook en þar segir: “

Per­sónu­upp­lýs­ing­um ríf­lega 500 millj­óna not­enda sam­fé­lags­miðils­ins Face­book hef­ur verið lekið á netið. Gögn­in inni­halda upp­lýs­ing­ar um not­end­ur í 106 lönd­um, þar af ríf­lega 31.000 not­end­ur frá Íslandi.

Í gögn­un­um er að finna fullt nafn, síma­núm­er, staðsetn­ing­ar­upp­lýs­ing­ar sem deilt hef­ur verið með Face­book, sam­bands­upp­lýs­ing­ar, af­mæl­is­daga og net­föng. Lyk­il­orð er ekki að finna í gögn­un­um.“

Þar sem flestir eru jú með þessar upplýsingar á prófílnum sínum og lítið mál að sjá þetta með því að skoða upplýsingar um viðkomandi þá finnst mér þetta varla frétt.

Engum persónuupplýsingum var stolið.
Engum lykilorðum var stolið.
Engum kretidkortaupplýsingum var stolið.

Sumar fréttir eru einfaldlega engar fréttir heldur nánast aðhlátursefni þegar upp er staðið.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 5. apríl 2021 — 09:37