Blekking stjórnvalda.

Í dag las ég frétt frá Forsætisráðaneytinu, að markmiðum í jöfnuði væri næstum náð.  Ég undraði mig aðeins á þessu en fékk svo skýringar þegar ég fór inn á vef ráðuneytisins og sá að þar var um að ræða Gini-stuðulinn.  En hvað er þessi Gini-stuðull og fyrir hvað stendur hann?

Geir H. eignast geltandi rakka.

Það hefur löngum verið lýðnum ljóst, að Davíð Oddsson á þægan rakka sem geltir reglulega fyrir hann þegar „vegið“ er að Davíð á opinberum vettvangi.  Reyndar hefur Björn Bjarnason líka haft góðan aðgang að þessum rakka sem hlýðir nafninu Hannes Hôlmsteinn Gissurarson.

Vaxa bananar á Íslandi?

Nú þegar Landsdómur hefur kveðið upp sinn dóm yfir Geir H. Haarde og hvernig hans viðbrögð við dóminum hafa verið, fer maður ósjálfrátt að hugsa um hvort þeir einstaklingar sem við kjósum á þing beri yfir höfuð einhverja virðingu fyrir stjórnarskrá landsins og eins þurfa allir þingmenn að undirrita drengskaparheit þegar þeir setjast á þing. […]

Forsetadóttir í samkeppni við kúabændur.

Guðrún Tinna Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands er komin í harða samkeppni við kúabændur í landinu varðandi mjólkurframleiðslu. Guðrún Tinna eignaðist í febrúarmánuði tvíburana Grím Fannar og Fanneyju Petru sem eru samkvæmt því sem við höfum komist að, ákaflega þurftafrekir til brjótstsins og hefur Guðrún því naumlega undan að framleiða mjólk ofan í […]

Undarlegt kerfi sem mismunar þegnum landsins

Ég held ég geti fullyrt það, að hvergi nema á Íslandi viðgengst það mannréttindabrot gegn þegnum landsins, að þeir þurfi að bíða í sex mánuði eftir að fá sjúkratryggingu hér á landi eftir að hafa flutt búferlum frá öðru landi. Á hinum norðurlöndunum gengur hver sem er beint inn í sjúkratryggingakerfið um leið og hann […]

Framsóknarflokkurinn verður lagður niður.

Í kjölfar þess að Jónína Benediktsdóttir ákvað að skrá sig í Framsóknarflokkinn var tekin sú ákvörðun af yfirstjórn flokksins, að leggja flokkinn endanlega niður. Í yfirlýsingu sem barst til okkar eftir krókaleiðum frá innsta koppi í því búri kemur fram, að flokkurinn hafi verið nógu illa settur fyrir og væri því ekki ábætandi að fá […]

Þingmenn Íslands, siðferði þeirra og heiðarleiki.

Ástæða þess að ég ákvað að skrifa þennan pistil er sú, að ég las í gær grein sem tveir ungir menn skrifðu á vísir.is hvar þeir veltu upp spurningum sem snýr að nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.  Mig rak í rogastans við lestur þessa pistils og læt því fylgja hér nokkra punkta úr þeim ágæta pistli, enda […]

Gleðilegt sumar

Óska ykkur gleðilegs sumars og takk fyrir veturinn. Hrossagaukurinn lét heyra í sér í fyrsta skipti í mín eyru núna í morgunn og hljómaði vellið í honum í há suðri, en samkvæmt gamalli hjátrú er það fyrir góðu.

Allt tekur þetta tíma.

Það tekur alltaf smá tíma að koma öllu í gang og þar sem þetta kerfi er ekki með íslenska þýðingu, eða öllu heldur sá sem hafði þýtt þetta er hættur því og því þarf undirritaður að þýða allt kerfið upp á nýtt enda nokkrar útgáfur síðan þetta kerfi hefur verið sett yfir á íslensku.