Í dag las ég frétt frá Forsætisráðaneytinu, að markmiðum í jöfnuði væri næstum náð. Ég undraði mig aðeins á þessu en fékk svo skýringar þegar ég fór inn á vef ráðuneytisins og sá að þar var um að ræða Gini-stuðulinn. En hvað er þessi Gini-stuðull og fyrir hvað stendur hann?
Corrado Gini (1884-1965) var Ítali og birti um sína daga meira en 70 bækur og 700 ritgerðir um ýmsar hliðar mannvísinda og er nú einkum þekktur af stuðlinum, sem við hann er kenndur. Stuðullinn er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt skv. skattframtali, og tekur í minnsta lagi gildið 0, ef allir hafa sömu tekjur (fullkominn jöfnuður), og í mesta lagi 100, ef allar þjóðartekjurnar falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður).
Látum það gott heita í bili en snúum okkur að staðreyndum.
Síðastliðið haust var mælanlegum markmiðum stefnunnar komið á myndrænt form og er unnt að skoða framvindu einstakra málaflokka á vef forsætisráðuneytisins. (Skrollið niður að markmiðum Gini stuðulsins).
Samkvæmt tölunum jókst ójöfnuður samkvæmt Gini-stuðli á árunum 2003-2009, en síðan hefur jöfnuður í samfélaginu aukist. Gini-stuðullinn var 23,6 á síðasta ári en var 29,3 árið 2009.
En hvers vegna jókst jöfnuður í þjóðfélaginu og hefur það skilað almenningi einhverju jákvæðu?
Nei í raun ekki skilað almenningi neinu þar sem það er ekki verið að ræða beinar tekjur í krónum eða aurum, aðeins verið að bera saman munin á tekjum þeirra sem mest og minnst hafa. Staðreyndin er sú, að þetta er ekki að skila almenningi neinu.
Frá hruni bankana haustið 2008 hafa skattar og gjöld hækkað gífurlega og einnig hafa verið lagðir á nýjir skattar sem almenningi hefur verið gert að greiða. Allar vörur og þjónusta hafa hækkað gífurlega í verði en laun og lífeyrisgreiðslur ekki hækkað í neinu samræmi við þær hækkanir.
Hin almenni launamaður er skattpýndur í botn og aldraðir og öryrkjar hafa það reglulega skítt meðan enn er verið að hækka laun í opinbera geiranum og stjórnmálamenn fá sínar ástíðabundnu prósentuhækkanir á launin sín eins og ekkert hafi ískorist.
Sú stjórn sem nú situr lofaði að verja heimili landsmanna og slá um þau skjaldborg þegar hún tók við völdum en efndirnar eru engar. Þær aðgerðir sem kallast 110% leiðin hefur leitt fleiri í ógöngur en hún hefur hjálpað og stjórnvöld hafa verið að eyða tugum miljarða í aðildarviðræður við evrópusambandið. Þeim fjármunum hefði verið betur varið í bjarga heimilum í landinu eða efla atvinnulífið.
Sú stjórn sem nú situr við völd hefur svikið kjósendur sína meir og verr en nokkur stjórn sem hefur setið við völd í þessu landi. Aldrei hefur landflótti verið meiri, atvinnuástand verra eða fólk almennt haft verr en núna.
Það rifjast upp fyrir mér þegar Jôhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra 1987 – 1994, að lífeyrisþegar höfðu það virkilega skítt vegna aðgerða hennar. Var lengi talað um að hún væri versti félagsmálaráðherra sem landið hefur alið.
Núverandi stjórn hefur svikið og logið að þjóðinni. Komið sér að kötlunum á fölskum forsendum með lygum og svikum sem seint verða fyrirgefin.