Að vakna með kvíðahnút hvort hægt verði að halda jól

Þeir sögðu NEI í atkvæðagreiðslu um afturvirka hækkunn bóta almannatrygginga.

Þeir sögðu NEI í atkvæðagreiðslu um afturvirka hækkunn bóta almannatrygginga.

Það er ekki besta tilfiningin í heiminum að vakna klukkan hálf sex að morgni með nagandi kvíða yfir því hvort hægt verði að halda jól á þessu heimili vegna yfirgengilegrar frekju og óbilandi vilja stjórnarþingmanna til að brjóta bæði lög um almannatryggingar sem og stjórnarskrá lýðveldisins á öryrkjum öldruðum í landinu en það kemur í ljós síðar í dag hvort stjórnarþingmenn verða svikarar við öryrkja eða hvort þeir hafa manndóm í sér til að samþykkja afturvirkar hækkannir örorkubóta í samræmi við landslög.

Ég er svo sannarlega ekki sá verst setti í þessum málum því það er fullt af fólki sem hefur sett sig í samband við mig undanfarna mánuði og þá sérstaklega síðustu vikurnar þar sem það lýsir fyrir mér hvernig staða þess er vegna lágra launa, (bóta) almannatrygginga og hvernig allt hefur hækkað margfallt í verði frá síðustu áramótum fram til dagsins í dag.  Sumir eru svo vonlausir um framtíðina að þeir kvíða því að vakna að morgni og margir eru hreinlega grátandi af kvíða fyrir jólunum.

Verstu símtölin sem ég fæ og sem ég á erfiðast með að taka á móti er frá einstæðum foreldrum sem eiga sér ekkert bakland, enga nána ættingja sem geta hlaupið undir bagga með þeim til að þeir geti haldið börnum sínum gleðileg jól og það er hjartskerandi að hlusta á lýsingarnar frá þeim þegar vita ekkert hvert þau geta snúið sér til að eiga fyrir mat um jólin og gjafir fyrir börnin sín.  Þá blæðir hjarta mitt með þeim og eftir slík símtöl er ég yfirleitt miður mín talsverðan tíma á eftir en siðan verð ég svo ofsalega reiður út stjórnvöld að láta þetta viðgangast og það sem verst, að réttlæta að fólk skuli vera í svona slæmri stöðu fjárhagslega þegar þingmenn ríkisstjórnarflokkana hafa sjálfir fengið yfir hálfa milljón í eingreiðslu 10 mánuði aftur í tíman plús feitann jólabónus upp á rúmlega 148. þúsund krónur, dæma öryrkja og aldraða til fátæktar og sveltis yfir jólahátiðina og neita þeim um lögbundnar, afturvirkar hækkannir sem gæti gert þeim kleyft að halda gleðileg jól.

Það er ótrúleg mannvonska sem það fólk sýnir af sér og sæmræmist í engu þeim kristnu gildum sem þetta sama fólk segist lifa eftir því það minnir meira á kaþólska mafíósann sem í hræsni sinni fer í krikju á hverjum sunnudagsmorgni en myrðir svo keppinauta sína síðdegis því þannig er þetta fólk í raun og sann.

Síðan eru það lygarnar og blekkingarnar sem þetta fólk í stjórnarflokkunum vogar sér að bera á borð fyrir hugsandi fólk í samfélaginu.  Ein facebook vinkona mín átti orðaskipti við Þorstein Sæmundsson, þingmann framsóknarflokksins, (ég hef ekki geð í mér að skrifa nöfn stjórnarflokkana með stórum staf lengur) þar sem hann heldur endalaust áfram að jarma lygatugguna sem honum var sett fyrir, ásamt öllum þingmönnum stjórnarflokkana, og allir vita að eru bara fals og lygatölur sem eru kokkaðar upp í fjármálaráðuneytinu sem tilraun til að blekkja almenning og sérstaklega þá sem þurfa að lifa af á bótum almannatrygginga.

Ég ákvað bara að skella þessu inn í heild sinni hér að neðan og feitletra svör Þorsteins.

Þorsteinn Sæmundsson.

Þorsteinn Sæmundsson.

Kolbrún Árnadóttir Hugsaðu til kjarabóta til aldraða og öryrkja sem þið sögðu NEI við !! en þáðu kjarabætur ykkur til handa, sem stenst ekki jafnréttisákvæði stjórnarskrár, mundu eftir því að þið eruð eftirlitsaðilar og eigi að vaka yfr kjörum hjá þeim sem minnst hafa, og þar eruð þið fremst í fararbroddi að brjóta stjórnaskrávarin réttindi lagannna, Þið berið ábyrgð sem ykkur ber að höndla, ef ekki þá eruð þið algjörlega búin að sjúkdómsgreina ykkur og þar með eruð þið búinir að útskrifa ykkur af Alþingi Íslendinga fyrir fullt og allt !!!!!!!!
Líka við · Svara · 1 klst.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Auðvitað þarf að gera betur við aldraða og öryrkja. Við skulum samt fara yfir útreikinga a því sem þegar hefur verið gert sem er ærið en við erum ekki komi alla leið og heldur ekki hætt. Stefnum að 300 þúsund kr. lágmarkslaunum árið 2018 líkt og lægstu laun eru.
Líka við · Svara · 1 klst.
Gunna Jóh
Gunna Jóh til hamingju Steini minn, 300þús 2018? ég mundi skammast mín
Líkar ekki við · Svara · 1 · 1 klst.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Í samræmi við lög Gunna mín.
Líka við · Svara · 1 · 53 mín.
Gunna Jóh
Gunna Jóh já fjandans lög, það þarf eitthvað að gerast, fólk lifir langt undir fátæktarmörkum
Líka við · Svara · 51 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Það hefur verið reynt að afflytja umræðuna um kjör lífeyrisþega og blekkingum beitt.Þannig er því ávallt haldið fram, að lífeyrisþegar hafi fengið/fái jafnmiklar kjarabætur og launþegar. Þetta er rangt. Þetta er blekking.Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 1.mai 2015. Ríkisstjórnin ætlar að hækka lífeyrinn um 9,7% 1.janúar 2016. Það er 8 mánuðum seinna en verkafólk fékk hækkun og það er mun lægri prósentuhækkun en hjá launafólki.Sagt er, að þegar lífeyrisþegar séu búnir að fá hækkun á næsta ári verði lífeyrir þeirra orðinn hærri en lágmarkslaun. Það er ekki rétt. Það eru aðeins þeir lífeyrisþegar,sem búa einir og fá heimilisuppbót,sem verða með hærri lífeyri en lágmarkslaun. Og sá hópur er aðeins lítið brot aldraðra og öryrkja.
Líka við · Svara · 1 · 49 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Lestu betur yfir þetta Þorsteinn Sæmundsson, sem ert hjá TR, og ættir að vita betur.
Líka við · Svara · 47 mín.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Lágmarkslaun hækkuðu reyndar ekki um 14.5.%1. maí 2015 heldur um 7%. þau lægstu. Fjórum mánuðum hækkuðu bætur um rúm 3 og nú um áramótin um 9,75%. Þá hækka laun ekki..
Líka við · Svara · 45 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Skrifaðu svar…
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Ég hlusta ekki á þetta kjaftæði lengur, þið eruð eitthvað langt út á hól, hér endurspeglar samfélagsmiðlarnir kjör aldraða og öryrkja og fréttablöðin en ekki einhverjir pappírssniffsi sem þið látið mata ykkur á, en þetta verður ykkur dýrkeypt, það hlustar engin á það sem verður til framtíðar, það verður að koma núna í nútið en ekki til framtíðar, ég þarf ekki að segja meira, þetta veistu ósköp vel og hér logar allt í látum á samfélagsmiðlum og það segir allt, hættið að tala sömu rulluna þetta er algjörleg lítilsvirðing hvernig þið komið fram !!!! Þetta hættir ekki fyrr en þið leiðrettið kjörin og það verður svo að þið verði ekki í neinni aðstöðu þá til þess, það eru allir búnir að fá nóg !!!!!!
Líka við · Svara · 1 klst.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Guð minn góður 2018, þetta er ekki í lagi þið eruð algjör tímaskekkja.
Líka við · Svara · 1 · 1 klst.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Í samræmi við lög.
Líka við · Svara · 53 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Hættu nú, þið getið breytt því ef vilji er fyrir hendi, og vitnaðu ekki í lögin þið hafið þetta í hendi ykkar, komið þið ekki fram við fólk eins og það sé heimskt.
Líka við · Svara · 45 mín. · Edited
Kolbrún Árnadóttir
Skrifaðu svar…
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir http://gudmundsson.blog.is/…/bjorgvin…/entry/2162213/…
Afturvirka hækkun strax! – gudmundsson.blog.is
GUDMUNDSSON.BLOG.IS
Líka við · Svara · Fjarlægja sýnishorn · 1 klst.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir http://gudmundsson.blog.is/…/bjorgvin…/entry/2162215/…
Kjör aldraðra efst á baugi – gudmundsson.blog.is
GUDMUNDSSON.BLOG.IS
Líka við · Svara · Fjarlægja sýnishorn · 1 klst.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Það eru nú að koma 9.75% nú um áramótin. Lægstu laun verða 300 þúsund 2018 og bætur eig að fylgja þeim eða launaþróun. Annars er ég alveg til í að halda opna fundi með þessum hópum og fara grundigt yfir málin.
Líka við · Svara · 1 klst.
Fela 12 svör
Gunna Jóh
Gunna Jóh vá Steini, þvílík gjafmildi í okkar garð. 9.75% ofan á ekkert og 300þús árið 2018? Finnst þér þetta eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Ég get alveg sagt þér það minn kæri vinur að áður en við Jonni giftum okkur var ég ein af þeim sem þurfti að borða afar pent síðustu daga mánaðarins, það var hvorki rjómi eða fiskur í matinn í þá tíð. Ég fæ skitin 172þús eða u.þ.b. og hver lifir á því? Hvaða gagn er að því að halda fundi? það gerist fátt með því, látið verkin tala og sjáið til þess að aldraðir og öryrkjar geti haldið haus, fengið að borða og haft efni á að kaupa nauðsynleg lyf
Líkar ekki við · Svara · 1 · 1 klst.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Gunna mín kæra. Var búinn að skrifa betra svar en tölvan eyðilagði það. Nú skal ég reyna aftur. 9.75% núna koma ofan á 3,9 milljarða sem greiddir voru út 1. jan 2015 sem aðrir fengu ekki (Um 3% ef ég man rétt) Ekk iekkert þó grunnupphæðin sé lág. Nú um næstu áramót verða örorku og ellilífeyristekjur hærri en lágmarkslaun. Þetta breytist 1. maí en um áramótin 2016/17 koma önnur 8%. Það sem ég er að berjast fyrir er að greina hópa ellilífeyrisþega og öryrkja sem hafa það mjög misjafnt innbyrðis. Með því er hægt að einbeita sér að þeim sem verst standa. Ekki gleyma að prósentuhækkunin um áramótin er sú sama hjá öllum óháð tekjum. Því fara þeir sem meira hafa betur útuúr þessu. Þessu vill ég breyta. ég vil greina þá sem verst standa og gera sérstakar ráðstafanir þar. t.d. með meiri þátttöku í lyfjakostnaði, leigukostnaði o.fl. Af þessum ástæðum væri ég alveg til í fundaherferð til að kynna það sem stjórnvöld eru að gera og skiptast á skoðunum.
Líka við · Svara · 56 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Láttu þetta ekki heyrast meira með þessa rullu hjá þér Þorsteinn Sæmundsson, þetta eru blekkingar og það er engin sem tekur mark á þessu, það vita allir hvað þið eruð að bjóða ef það væri rétt þá yrðu allir ánægðir en það er margbúið að fara yfir þetta…Sjá meira
Líka við · Svara · 54 mín. · Edited
Gunna Jóh
Gunna Jóh Þorsteinn takk fyrir svarið minn kæri. Ekki er ég að kvarta fyrir mína hönd, ég hef það gott í dag, en ég veit hversu hræðilega margur er illa staddur og það væri óskandi að það yrði að veruleika að það yrði litið sérstaklega til þeirra.
Líkar ekki við · Svara · 1 · 53 mín.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Veit elskan mín og hjart mitt grætur yfir því. Þess vegna vil ég greina þessa mismunandi hópa og beina aðgerðum að þeim sem verst standa go hafa það hræðilegt. Það hefur tekið tíma og fé að vinda ofan af skerðingum vinstri stjórnarinnar sálugu og við erum næstum búin að því. Svo er ég að vona að ég skili loksins af´ mér nefndinni minni íbyrjun næsta árs.
Líka við · Svara · 1 · 50 mín.
Gunna Jóh
Gunna Jóh Ég treysti á þig strákur, ég held að þú hafir ekki breyst mikið í gegnum árin og ég man vel hvern mann þú hafðir að geyma hér í denn. Það var oft helv… gaman í KSS wink emoticon
Líka við · Svara · 44 mín.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Vona að ég sé enn sami maðurinn smile emoticon
Líka við · Svara · 1 · 39 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Ríkistjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur ekki forgansraðað rétt og þið komið ekki fram við þennan málaflokk svona lengur, það er eftir afgangur sem er hægt að leiðrétta og bæta kjör þeirra sem minnst hafa, og það á að vera forgangsverkefni en ekk…Sjá meira
Líka við · Svara · 39 mín.
Gunna Jóh
Gunna Jóh Já Steini minn ég trúi því
Líka við · Svara · 38 mín.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Kolbrún Árnadóttir Við erum nú að verða komin á enda við að leiðrétta skerðingar Jóhnnustjórnarinnar en þær voru ærnar og það tekur tíma að koma því öllu fram. Við erum hér um bil komin á leiðarenda.
Líka við · Svara · 36 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Þið verið að forgangsraða og það er það sem kallar á réttlæti og setjið það sem vantar upp á strax en ekki sem verður á leiðarenda, það hafa allir horft upp á forgangsröðun hjá ykkur og það vekur hneykslun almennings.
Líka við · Svara · 34 mín. · Edited
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Fljótt eftir áramótin skila ég skýrslu nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Þar munu koma fram tillögur breiðs hóps, ÖBí, samtaka aldraðra, SA ASí Sveitarfélaga fagfélaga og pólitíkurinnar. Till-ögurnar eru góðar og framsæknar en pólitíkin þarf að taka þær til greina Sjáum til
Líka við · Svara · 29 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Skrifaðu svar…
Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson Það sem að fólk skoðar ekki er að breytt byggingareglugerð ásamt stuðningi við efnaminni leigjendur lækkar lágmark framfærslu svo að í fyrsta sinn er verið að vinna verkefnið frá báðum endum. Glapræði var aftur a móti að Kjararáð for að lögbrota úrskur…Sjá meira
Líkar ekki við · Svara · 1 · 1 klst.
Svava Bjarnadóttir Gull
Svava Bjarnadóttir Gull Þetta líst mér á en betur má ef duga skal. Ég bíð spennt eftir að fá fréttir af framkvæmdum við byggingu fyrir jáeindaskannann sem þjóðin fékk að gjöf…. spurning hvort fjárlagabótin dugi fyrir því ??? eða er það kannski 2017
Líka við · Svara · 50 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Þorsteinn Sæmundsson, hér er allt sem segja þarf og ef ekkert er gert í því að laga og leiðrétta, heldur þetta áfram þessi barátta og það verður ykkur ekki til framdráttar…SJÁ.óteljandi greinar og ákall frá LEB og FEB.. láttu þér segjast og farðu se…Sjá meira
Björgvin Guðmundsson
GUDMUNDSSON.NET
Líka við · Svara · Fjarlægja sýnishorn · 25 mín.
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Björgvin Guðmundsson er nú ekki handhafi sannleikans frekar en aðrir dauðlegir menn. Auðvitað höldum við áfram við að bæta möguleika þessarar hópa sem eru mjög misjafnt staddir.
Líka við · Svara · 23 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Ekki halda sömu tuggunni fram að halda áfram með skjöl til 2018, leiðréttið strax, þið segið og lesið upp exelskjölin en hafið ekki sjálfstæðan vilja og það verður ykkur að falli.
Líka við · Svara · 19 mín. · Edited
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson Bætur eiga að fylgja launaþróun skv. lögum Því er 2018 nefnt.
Líka við · Svara · 19 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Kolbrún Árnadóttir Þá skulið þið breyta lögum, það er vilji sem til þarf, og hugsaðu það vel og vandlega en góða nótt.
Líka við · Svara · 18 mín.
Kolbrún Árnadóttir
Skrifaðu ummæli… KVEÐJA. KOLBRÚN ÁRNAD.

Staðreyndirnar ljúga ekki.

Staðreyndirnar ljúga ekki.

Það er algjörlega ljóst þeim sem þurfa að lifa á bótum almannatrygginga að Þorsteinn er að fara með tóma steypu og tjöru í öllum sínum málflutningi og hreint ótrúlegt að hann skuli vega með þeim hætti að Björgvin Guðmundssyni sem hann gerir þarna því þetta eru einmitt málefni sem Björgvin hefur einna langsamlega mest vit og þekkingu á, þúsund sinnum meiri heldur en Þorsteinn Sæmundsson.  Allir sem hafa lesið 69. grein laga um almannatryggingar ættu að geta áttað sig á því að þar er skýrt kveðið á um að bótaþegar skuli fá hækkunn bóta í samræmi við laun á almennum vinnumarkaði þó svo stjórnarþingmenn reyni að snúa út úr því, en í lögunum segir kristalskýrt:

69. gr. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Alla tíð, meira að segja þegar laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði 2011, í miðri kreppu eftir hrunið, vogaði ríkisstjórnin sér ekki að ganga svo langt að brjóta þessi lög og því fengu lífeyrisþegar sömu hækkunn í júní það ár sem og 51. þúsund í eingreiðslu til að bæta þeim upp mismuninn frá 1. maí það ár.

Núna ætlar ríkisstjórnin að brjóta þessi lög með því að svíkja lifeyrisþega um þeirra lögbundnu hækkunn á bótum almannatrygginga afturvirkt, sama hvað og bera það fyrir sig að þeim verði bætt þetta upp í janúar 2016 með 9,7% hækkunn á bótum almannatrygginga og bera það fyrir sig að það sé í samræmi við lögin.

Mann setur hljóðan undir svona heimskulegum og illa uppsettum málflutningi því það stendur ekki steinn yfir steini í honum hjá þingmönnum og ráðherrum stjórnarflokkana sem víla ekki fyrir sér að ljúga upp í opið geðið á almenningi í landu, hvort heldur úr ræðustól alþingis eða í fjölmiðlum.  Í kjarasamningunum á þessu ári hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um rúm 14% afturvirkt til 1. maí á þessu ári en leiðréttingin til aldraðra og öryrkja á að koma í formi 9,7% hækkanna þann fyrsta jan 2016 en verður samt ekki greidd út fyrr en um miðjan janúar í fyrsta lagi og í versta falli ekki fyrr en í febrúar.  Þarna er verið að svíkja lifeyrisþega um 20. þúsund krónur á mánuði í átta, nærri níu mánuði.
Svona vinnubrögð, blekkingar og lygar eru því fólki sem vinnur í þjónustu almennings á alþingi til háborinar skammar á allann hátt og þeirra svika verður minnst alla tíð og þeir dæmdir svikarar og þjóðníðingar við lífeyrisþega landsins.

Það hlýtur því að vera bæði kaldhæðnislegt og um leið sorglegt að þeir þingmenn sem hafa „kristsileg gildi“ í hávegum og telja sig kristinnar trúar skuli halda upp á fæðingu frelsara síns með því að neita öldruðum og öryrkjum, rúmlega 40 þúsund manns í það heila, að halda upp á fæðingu frelsara síns, því þegar upp er staðið eru jú flestir í þessum hópum alveg jafn kristinnar trúar og þingmenn þeir sem neita þeim að halda gleðileg jól.

Síðan verða þingmennirnir títtnefndu að eiga samtal við samvisku sína og fjölskyldu.