Category: Siðferði

Öll þekkjum við einhvern eða höfum heyrt um fólk sem er siðblint.
Það þarf ekki að lesa margar fréttir á vefmiðlum til að finna amk eina sem fjallar um aðgerðir einstakra ráðherra til að sjá að viðkomandi er siðblindur.
Það er okkar hlutverk, almennings, að sjá til þess að slíkir einstaklingar komist ekki til valda í þessu þjóðfélagi.

Minni vinna – minni ábyrgð = hærri laun

Launahækkunn forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur er vægast sagt fáránleg svo vægt sé til orða tekið en á dögunum fékk forstjórinn 370 þúsund króna launahækkunn á mánuði ofan á 2,5 milljón króna laun á mánuði. Á sama tíma var ákveðið að forstjóranum var kippt út úr stórnum dótturfélaga og fær þar af leiðandi ekki laun fyrir þá […]

Samherjasiðferðið

Yfirlýsing Samherja frá því í gærmorgun segir allt sem segja þarf um siðferði Þorsteins Más og þeirra sem honum standa næst til varnar. Hér að neðan eru tvö skjáskot sem taka af allan efa um það.  

Enn einn fokking mánuðinn er ástandið eins í boði stjórnvalda

Í dag er 15. november og þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Katrínar Jakobsdóttur núverandi forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar, að fátækt fólk eigi ekki að þurfa að bíða eftir réttlæti þá er það nú samt svo að þúsundir ef ekki tugþúsundir einstaklinga sitja með tóma bankareikninga og ógreidda greiðsluseðla, tóma ískápa og frysta og þarf að biðla […]

Lesa...
Updated: 15. nóvember 2019 — 10:52

Þjóðhátíðardagur íslands eða þjófhátíðardagur?

Varla nema von að maður spyrji sig þeirrar spurningar þegar Austurvöllur er nánast lokaður almenningi meðan þjófhátíðarhöld stjórnvalda og tryggustu pótintáta þeirra fara fram undir vökulum augum sérsveitarmanna lögreglunar sem búið hafa um sig á þökum bygginga allt í kringum völlinn, tilbúnir að grípa inn í ef það skyldi nú einhver herjans hryðjuverkamaður á gömlu […]

Ríkisstjórn auðvaldsins heldur áfram að níðast á fátækasta fólkinu

Hvað í ósköpunum gengur að stjórnvöldum, hvað gengur þeim til? Er það í alvöru eðlilegt ástand í okkar ríka landi að fatlað fólk, öryrkjar sé látið skrapa botninn. Ekki bara að örorkulífeyrir frá TR sé svo lág upphæð að fólk nær alls ekki endum saman af henni heldur eigi að draga úr allri þjónustu við […]

Yfirgengilegur hroki þingmanns

Þegar hroki og sjálfumgleði þingmanna er með þeim hætti að þeir telji sig yfir aðra hafna þá er komin tími fyrir þá að hverfa af þingi. Í þættinum K-100 í morgun var þingkona íhaldsins að gera sig seka um svo yfirgengilegan hroka að fólki hreinlega blöskrar. Þegar þingmaður, (konur eru lika menn) í þessu tilfelli […]

Lesa...
Updated: 17. febrúar 2019 — 12:45

Ert þú fáviti?

Hvað í veröldinni fær fólk til að halda að það geti komið fram hvert við annað eins og algjöran skít, áreitt það kynferðislega bæði í orðum og gerðum, sent kynfæramyndir óumbeðið bæði til karla og kvenna og ef viðkomandi vita að þetta sé áreiti og dónaskapur þá tryllist sendandinn og byrjar að hóta móttakandanum líkamsmeiðingum […]

Lesa...
Updated: 5. nóvember 2018 — 10:24

Fátækasta fólkið á íslandi látið bera uppi hið nýja góðæri

Græðgisvæðing og misskipting tekna á íslandi hefur aldrei verið meiri en í dag og laun þingmanna hafa hækkað frá árinu 2013 um nærri 75% meðan kjör aldraðra og öyrkjar halda áfram að standa nánast í stað þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarflokkana um lagfæringar fyrir síðustu kosningar og þá sérstaklega orð Katrínar Jakobsdóttur þess efnis að tekjulægsta […]

Öryrki greiðir 30.000,- krónur á mánuði fyrir að vera í vinnu

Það hefur verið hamrað á því síðustu árin hvað krónu á móti krónu skerðingar á lífeyrisþega eru óréttlátar og ósanngjarnar, ekki síst í ljósi þeirra mála sem hafa komið upp í umræðum og uppljóstrunum á sjálftöku og sponslum sem þingmenn þjóðarinar fá ofan á þau laun sem þeir þiggja eftir að hafa hækkað um hundruði […]

Gagnslaus blóðsuguþingmaður fær meiri aksturspeninga en öryrki fær í bætur á mánuði. Siðblindan er algjör

Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins rukkaði ríkið um 4,6 milljónir fyrir að keyra um kjördæmi sitt á síðasta ári eða að meðaltali um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­ur­greiðslu úr rík­­is­­sjóði vegna keyrslu sinn­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­metra í fyrra, og fékk end­ur­greitt frá rík­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­ur. Til upprifjunar má nefna það […]

Lesa...
Updated: 9. febrúar 2018 — 10:50

Traust er áunnið. Nefnd núna, áróðursmálaráðuneyti seinna?

Ég er kanski svona mikill einfeldningur þegar kemur að fólki í stjórnmálum en ég trúði því virkilega að Katrín Jakobsdóttir væri stjórnmálamaður sem hægt væri að treysta og trúa fyrir góðum verkum kæmist hún í ríkisstjórn og svo ég tali nú ekki um ef hún yrði forsætisráðherra. Síðustu fjögur ár hefur Katrín og Vinstri Græn […]