Ég er kanski svona mikill einfeldningur þegar kemur að fólki í stjórnmálum en ég trúði því virkilega að Katrín Jakobsdóttir væri stjórnmálamaður sem hægt væri að treysta og trúa fyrir góðum verkum kæmist hún í ríkisstjórn og svo ég tali nú ekki um ef hún yrði forsætisráðherra.
Síðustu fjögur ár hefur Katrín og Vinstri Græn hamrað á því að efla verði traust á stjórnmálamönnum, á Alþingi og ráðherrum í ríkisstjórninni með því að innleiða betri og bætt vinnubrögð og standa við þau loforð sem kjósendum eru gefin fyrir kosningar.
Hún hefur líka mikið talað um að jafna kjör í landinu og bæta stöðu aldraðra og öryrkja en í dag eru tekjur þeirra langt undir framfærsluviðmiðum Velferðarráðuneytisins og margir í þessum þjóðfélagshópum eru undir fátæktarmörkum. Það er einnig talið að um 6.000 börn búi við mikla fátækt en þar sem börn hafa ekki tekjur eða innkomu þarf að skoða stöðu foreldra þeirra því þar liggur fátæktin sem bitnar á börnunum.
Skattabreytingarnar sem tóku gildi um áramótin bera öll fingraför Bjarna Ben því þau færa þeim ríkustu á íslandi margfaldar upphæðir þeirra lægst launuðu en átti þetta þó að auka jöfnuð og draga úr fátækt og einmitt svona vinnubrögð eru ekki til þess fallin að auka traust almennings á Alþingi, ráðherrum eða þingmönnum.
Síðan er vert að minnast þess að dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Kötu litlu er dæmdur glæpamaður fyrir að brjóta lög við skipan dómara.
Samt tók Kata litla hana inn sem ráðherra og sennilega hefur það verið að kröfu Bjarna Ben sem sjálfur er gjörspilltur glæpaforingi stæsta stjórnmálaflokks landsins, sjálfstæismafíunni þar sem hver siðvillingurinn og glæpaspýran er upp af annari, bæði inni á þingi og úti í þjóðfélaginu.
En nú er maður svolítið þungt hugsi því það hefur komið yfirlýsing frá forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur um að sett verði á stofn nefnd til að auka traust landslýðs á alþingi, ráðherrum og þingmönnum.
Kjálkinn á mér seig langleiðina niður í klof þegar ég las þetta og ég þurfti í raun að lesa þetta þrisvar til að trúa því að aumingjans konan væri í raun að meina þetta.
Nefnd?
Í alvöru?
Hverslags eiginlega veruleikafirring er það hjá Katrínu litlu Jakobsdóttur að einhver nefnd geti aukið traust almennings á Alþingi, ráðherrum og þingmönnum?
Það væri mikið nær fyrir alþingi og sennilega ódýrara að ráða fjóra til fimm siðfræðinga til að vinna með ráðherrana og þingmennina og gera þeim það ljós og skiljanlegt að traust og virðing er eitthvað sem þarf að vinna sér inn og ræður og störf núverandi stjórnarmeirihluta eftir kosningarnar gerir ekkert til að auka tiltrú eða traust almennings á Alþingi, ráherrum eða þingmönnum því allir hafa stjórnarliðarnir sýnt sitt rétta andlit eftir að ríkisstjórnin komst á koppinn um miðjan desember síðastliðin þegar þeir töluðu þvert ofan í það sem þau höfðu sagt þrem til fimm vikum áður og lofað almenningi í landinu.
Öll loforðin orðin pólitískur ómöguleiki og enn verða aldraðir og öryrkjar að bíða eftir réttlætinu sem Kata litla lofaði fyrir kosningar.
Nú spyr maður sig bara hvort það verði ekki áróðursráðuneyti á næsta ári í anda Göbbels og Hitlers til að sannfæra almúgann á íslandi um að allt sé lukkunnarvelstandi og allt lygi og þvæla sem kemur frá ÖBÍ, ASÍ og Villa Birgis á Skaganum sem segja allt aðra hluti og styðjast við opinber gögn?
Slíkt ráðuneyti mun svo snarlega halda úti leyniþjónustu sem heimsækir okkur sem neitum að trúa áróðurskjaftæðinu og tölum og skrifum á móti stjórnvöldum til að þagga niður í okkur með hótunum, fangelsun og jafnvel nokkrum vel útbúnum sjállfsmorðum.
Hversu langt ætlar Kata litla að ganga til að neyða fólk til að treysta Alþingi, ráðherrum og þingmönnum?
Kata litla verður að skilja að hún verður að ávinna sér traust almennings en ekki sannfæra fólk um að treysta henni í gegnum einhvera nefnd því nefndir eru gagnslausar í þeim efnum.