Hvað í veröldinni fær fólk til að halda að það geti komið fram hvert við annað eins og algjöran skít, áreitt það kynferðislega bæði í orðum og gerðum, sent kynfæramyndir óumbeðið bæði til karla og kvenna og ef viðkomandi vita að þetta sé áreiti og dónaskapur þá tryllist sendandinn og byrjar að hóta móttakandanum líkamsmeiðingum og jafnvel nauðgun?
Mikill meirihluti þerra sem senda óumbðenar kynfæramyndir eða eru með kynferðislegt áreiti, dónaskap og hótanir eru karlmenn þó svo einstaka konur hagi sér ekkert betur.
Kynferðisáreiti er aldrei í lagi og ég vona svo innilega að engir af mínum vinum, hvort heldur í raunheimum eða í internetinu séu í þeim hópi sem hafa stundað þetta eða gert eitthvað svipað því ég vil ekki hafa samskipti við slíkt fólk, umgangast það né þekkja.
Ég hef í góðan tíma fylgst með Instagramsíðu sem heitir „Fávitar“ og birtir innsend skjáskot af samskiptum karla og kvenna á hinum ýmsu miðlum eins og Tinder og fleiri stefnumótasíðum, Instagram, Snapchat og Facebook svo eitthvað sé talið upp.
Mig langar að biðja alla karlkyns vini mína að fylgja þessari síðu og deila því hvernig kynbræður þeirra haga sér við konur og fordæma það á samfélagsmiðlum til að reyna að koma vitinu fyrir þessa aumingjans fávita sem greinilega hafa hvorki vit, getu né þroska til að hafa eðlileg samskipti við kvennþjóðina.
Deilið þessum pistli áfram.