Í dag er 15. november og þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Katrínar Jakobsdóttur núverandi forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar, að fátækt fólk eigi ekki að þurfa að bíða eftir réttlæti þá er það nú samt svo að þúsundir ef ekki tugþúsundir einstaklinga sitja með tóma bankareikninga og ógreidda greiðsluseðla, tóma ískápa og frysta og þarf að biðla til ættingja og vina, (ef það á annað borð á slíka að) til að eiga fyrir nauðsynjum út mánuðinn.
Á sama tíma og fjárlög voru afgreidd á alþingi í gær, amk önnur umræða þeirra þá voru allar tillögur stjórnarandstöðunar felldar. Allar tillögur sem voru settar fram til að bæta þeim verst settu í þjóðfélaginu amk nokkrar krónur til að bæta kjör þeirra þannig að þeir kæmust kanski af í 25 daga í staðin fyrir 10 til 15 eins og núna er en nei. Forherðingin er algjör hjá þeim reiðfélögum Kötu og Bjarna. Þau ríða saman inn í sólarlagið á feitum peningapokum skattgreiðenda meðan almúginn sveltur og veikir og aldraðir eru langt undir fátæktarmörkum í boði þeirra skötuhjúa, skertir og skattlagðir algjörlega í botn, tvisvar, þrisvar og jafnvel oftar ef því er að skipta.
Í gær voru sérstakar umræður á alþingi um spillingu sem Smári McCarthy átti frumkvæði að og var það góðra gjalda vert en mun ekki skila nokkrum sköpuðum hlut og engu breyta því það er nú einu sinni þannig að það fólk sem hvað mest hrærist í drullupytti spillingar, það sér enga spillingu og sannaði Katrín Jakobsdóttir það svo algjörlega skömmu eftir umræðuna þegar hún sté fram í viðtali við Morgunblaðið og sagðist vona að lætin í kringum Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mundi nú lægja en áður var hún búin að lýsa fullu trausti á manninn þrátt fyrir að allar hans athafnir, aðgerðir, framkoma og svör í fyrirspurnum hreinlega öskri á allt heiðvirt fólk að maðurinn sé gjörspilltur og alltaf til í að gera „vinum“ sínum greiða og hjálpa þeim á allan þann hátt sem honum er mögulegt en Kristján og Þorsteinn Már, forstjóri og eigandi Samherja eru frændur og hafa verið vinir frá æsku. Einnig hefur Kristján verið stjórnarformaður Samherja og það þarf enginn að segja mér að Þorsteinn hafi ekki gaukað einhverjum millum að Kristjáni og fengið greiða í staðin.
Spillingin, aumingjaskapurinn og ábyrgðarleysi er einkenni þeirra sem sitja á alþingi og spilltasti drullusokkurinn þar inni er Bjarni fjármálaráðherra sem er svo ófyrirleytinn, lyginn, óhieðarlegur, siðblindur og svo gjörspilltur sem hugsast getur. Það var ágætt að fá það fram hjá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinar þegar hann sagði að ísland væri spillingarbæli í augum útlendinga en Logi gleymdi að segja að mikill hluti almennings á íslandi sér ísland sem eitt svínabæli spillingar, frændhygli, lyga og svika þar sem alltaf kæmu upp spillingarmál og alltaf væru sjálfstæðismenn tengdir þeim. Og það er engin lygi heldur staðreynd því
Herra forseti. Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins. Skemmst er að minnast þess að Ísland lenti á gráum lista vegna skeytingarleysis gagnvart peningaþvætti og þar er Ísland á meðal 11 annarra ríkja og Namibía er ekki á meðal þeirra. Þá muna eflaust einhverjir eftir Panama-skjölunum þar sem ríkasti hluti þjóðarinnar kom eignum sínum undan til þess að forðast skattgreiðslur eins og almenningur þarf að inna af hendi. Loks má minna á tíu ára afmæli hrunsins þegar gráðugir fjárglæframenn komu landinu næstum í þrot og allar spillingarflétturnar í kringum það.
Við í Samfylkingunni höfum ítrekað varað við því þegar gríðarlegur auður safnast á of fáar hendur. Nú er eitt fyrirtæki að rústa orðspori Íslendinga ef sakir reynast sannar. Það er sakað um mútur og skattsvik, óboðlega hegðun gagnvart fátækasta fólki Afríku. Hefur ráðherra ekki áhyggjur af því að fyrirtæki sem treyst hefur verið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar bregðist því trausti og þeim skyldum með jafn afgerandi hætti og nú er að teiknast upp og geti lengt veru okkar á þessum gráa lista?
Telur hæstv. ráðherra að svo mikill auður geti safnast hjá einu fyrirtæki að það geti skapað bæði orðsporsvanda og kerfisáhættu fyrir heila þjóð og haft áhrif á önnur útflutningsfyrirtæki?
Að lokum: Getur hæstv. ráðherra hugsað sér að styðja breytingartillögu Samfylkingarinnar um að láta aukið fé til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra til að upplýsa þessi mál?
Þegar menn og þá sérstaklega ráðherrar eru á kafi í feni spillingar þá sjá þeir ekki það sem almenningur sér, sérstaklega þegar þeir eru búnir að aftengja sig með öllu frá almenningi í landinu í krafti auðs og valda, neita að hlusta á raddir almennings eða hunsa þær algjörlega, þá verða svörin eftirfarandi.
Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að segja að það er alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks stígur upp á Alþingi og telur það rétta lýsingu á landinu okkar að því sé líkt við spillingarbæli. Ég tel að það sé engin innstæða fyrir svona dramatískum orðum og slíkri lýsingu á landinu okkar og að það sé í raun og veru algerlega með ólíkindum í tilefni af því máli sem við ætlum að taka alvarlega, láta viðeigandi stofnanir rannsaka og komast til botns um. Hvernig málum er háttað í þessu tilviki held ég að ég vilji miklu frekar færa fram í umræðuna þá sýn á þetta mál að sýn umheimsins á Ísland og sýn okkar Íslendinga á það hvers konar þjóð við erum, í hvers konar landi við búum, ræðst ekki af einstökum svona málum heldur því hvernig við tökum á þeim, hvort við tökum þau alvarlega, hvort stjórnvöld bregðast við, hvort við höfum stofnanir til að taka á málum, rannsaka ákærur og dæma þar sem það á við, en ekki af einhverjum ótrúlegum útleggingum Samfylkingarfólks sem ég hef fengið að fylgjast með síðasta sólarhringinn um að rót alls vanda þessa máls liggi í sjálfu fiskveiðistjórnarkerfinu sem er mært um allan heim fyrir að færa íslensku þjóðinni umframverðmæti af nýtingu auðlindar borið saman við aðrar þjóðir, betri nýtingu af hverjum fiski, meiri verðmætasköpun fyrir hvern fisk dreginn á land o.s.frv., borið saman við það sem áður var þar sem við horfðum upp á gjaldþrot og litla verðmætasköpun í þeirri mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga.
Ég ætla að svara spurningunum þannig að að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna málsins en það ræðst af því hvernig við tökum á málinu (Forseti hringir.) hvernig úr því spilast. Ef eftirlitsstofnanir þurfa aukið fé munu þær fá aukið fé.
Það eina sem þessi drullusokkur hefur áhyggjur af er að missa sponslur úr eigin vasa.
Hann hefur engar áhyggjur af orðspori íslands eða íslendinga nema þær að upp komst um svínaríið eða man einhver lekamálið, Orku Energy, Landsréttarmálið, Panama-skjölin, gráa listann sem við sitjum núna á og svo auðvitað Samherjaskjölin sem hann tekur ekkert mark á?
Hvað hefur verið gert í þessum málum sem eru svo augljóslega spillingarmál, öll sem eitt?
Einhver þurft að bera ábyrgð á þeim eða yfir höfuð svara fyrir þau?
Nei ekki nokkur einasti kjaftur og það verður eins með þetta Samherjamál, það mun engin axla ábyrgð því Kata er búin að gefa tóninn í því eins og áður er sagt.
Og á meðan gjörspilltar liðleskjur, aumingjar sem þora ekki og vilja ekki taka ábyrð á gerðum sínum og stjórnvaldsákvörðunum þá verður spillingarstimpillinn áfram einkennisstimpill á Alþingi og þeim flokkum og fólki sem þar ræður för.
Fátækt fólk er enn að bíða eftir réttlæti og það er hópurinn sem ég tilheyri.
Það er 15. nóvember og bankareikningurinn er tómur.
Ísskápurinn er svo gott sem tómur sem og frystirinn.
Það eru nokkrir reikningar sem bíða og eru komnir í vanskil, rétt um 100 þúsund íslenskar krónur.
Vonarglætan sem einu sinni týrði í brjósti mér um að með nýrri stjórn yrðu breytingar enda var því lofað, hún er slokknuð.
Einu sinni trúði ég Katrínu Jakobsdóttur en í dag fyrirlít ég hana og hata svo innilega að ég fæ innantökur af því að sjá smettið á þessari undirlægju-lóða-lygatík sem hún er og það sker í eyrun að hlusta á hana tala þegar vella upp úr henni lygarnar, falsið þar sem hún ælir upp úr sér viðbjóðinum sem Bjarni reiðfélagi hennar, leggur henni í munn.
Kata er gjörspillt og það ætti að vera rannsóknarefni fyrir alla sem hafa réttlæti og siðferði að leiðarljósi að komast að því hvaða hreðjartök auðvaldið, útgerðir eða önnur spillingaröfl á íslandi náðu á Kötu svo hún snerist svona algjörlega gegn kjósendum sínum og fólkinu í landinu.
Nema þetta hafi verið hennar sanna og rétta eðli og „hin“ Katrín Jakobs sem við sáum í stjórnarandstöðu hafi verið sú falska?