Yfirgengilegur hroki þingmanns

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Þegar hroki og sjálfumgleði þingmanna er með þeim hætti að þeir telji sig yfir aðra hafna þá er komin tími fyrir þá að hverfa af þingi.
Í þættinum K-100 í morgun var þingkona íhaldsins að gera sig seka um svo yfirgengilegan hroka að fólki hreinlega blöskrar.
Þegar þingmaður, (konur eru lika menn) í þessu tilfelli Bryndís Haraldsdóttir þingkona sjallamafíunar gerir sig seka um að fara rangt með staðreyndir og sannleikann þá er nokkuð langt seilst en kemur svo sem ekkert á óvart þegar horft er á hvaða flokki hún tilheyrir.

Dæmi:

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir for­ystu verka­lýðsfé­lag­anna ekki kjörna til að fara með stjórn lands­mála held­ur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemj­end­ur. Viðsemj­end­urn­ir eru Sam­tök at­vinnu­lífs­ins en ekki ríkið.

Nánast í hvert einasta sinn sem samið hefur verið á vinnumarkaði koma stjórnvöld með einum eða öðrum hætti að samningaborðinu og aldrei er meiri þörf á því en núna þegar lægst launaða fólkið í landinu er skattað til helvítis af illa innrættum þingmönnum og ráðherrum flokks hennar og samstarfsflokkum.
Að halda öðru fram er bæði hroki og heimska.

Það er eitt hvernig verka­lýðsfor­yst­an seg­ist vilja sjá sam­fé­lagið, en það er annað þegar maður heyr­ir hót­an­ir komn­ar fram. Það erum við þing­menn­irn­ir sem erum kjörn­ir af þjóðinni til að mynda svona stefnu en verka­lýðsfor­yst­an er kos­in af litl­um hluta fé­lags­manna.

Það er rétt að minna Bryndísi á þá staðreynd að þjóðin kaus hana ekki enda eru ekki persónukosningar til alþingis á íslandi.
Henni var troðið í ákveðið sæti af „elítu“ flokks hennar og aðeins rétt rúm 20% þeirra sem kusu í síðustu kosningum, kusu hennar flokk en ekki hana persónulega, per say.
Kjör er kjör og hvað margir kusu kemur bara málinu ekkert við.  Það má alveg eins snúa þessu upp á landsmálapólitíkina því aðeins lítill hluti kjósenda mætti á kjörstað og því ætti þessi kona að slaka á í hrokanum og gera það sem stjórnarskráin og verklýsingar þingmanna og ráðherra bjóða þeim en það er að vinna að hag almennings í landinu en ekki sérhagsmunum sjallamafíunnar, ættingjum Bjarna helvítis Ben og auðmannsklíkunar heldur ALMENNINGS Í LANDINU!

Svona íhaldsbeljur með hroka og frekju í fararteskinu eiga bara eitt skilið og það er ærlegt spark í rassgatið þar sem kemur við sögu vel slitin vinnuskór með stáltál.

Þáttinn má hlusta á hérna í heild sinni.

Partur eitt.
Partur tvö

 

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa