Hvaða afleiðingar hefur það á nýgerða kjarasamninga þegar stýrivextir hækka og verðbólgustigið hækkar?
Jú. Svarið hlýtur að vera það, að verðtryggð lán hækka enn meira og afborganir af þeim að sama skapi hækka sem aftur verður til þess að æ fleiri sjá sér ekki fært að borga af lánunum og gefast því upp á því.
Almenn laun sem hækkuðu í kjölfar kjarasamninga verða verðlaus til þess að gera þar sem kaupmáttur lækkar vegna hækkandi verðlags á öllum sviðum enda mun húsaleiga, rafmagn, hiti og annar rekstur af húsnæði hækka í samræmi við hækkunn vaxta og því allt stefna að því að fara til enn verri vegar hjá almenningi en það var fyrir undirritun kjarasamningana.
Öryrkjar og ellilífeyrisþegar munu þó finna mest og verst fyrir þessu því þeir hafa ekki fengið eina einustu krónu í kjarabætur og því mun þetta koma harðast niður á þeim.
Nú stendur einnig til að setja lög á verkfall BHMR og fleiri stéttir innan heilbrigðisgeirans því ríkið nennir ekki að hlusta á sanngjarnar kröfur þess fólks sem vinnur á heilbrigðissviðinu og neitar að borga því mannsæmandi laun fyrir vinnu sína.
Í tíu vikur hefur þessi hópur verið í verkfalli, þökk sé stjórnvöldum og þrjósku þeirra, og nú skal bara setja lög á verkfallið og neyða fólk til vinnu aftur á launum sem eru í engu samræmi við álagið og menntunn þessa fólks. Það á bara að halda kjafti og hlýða því sem því er sagt að gera.
En hvað kemur þetta til með að þýða fyrir heilbrigðiskerfið?
Jú, þetta er rústun á því þar sem þeir sem þegar hafa sagt upp munu ekki draga þær uppsagnir til baka heldur hætta störfum og flytja erlendis þar sem laun eru þrisvar til fjórum sinnum betri fyrir minni vinnu og minna álag.
Við erum að horfa upp á stjórnvöld sem gorta af því hvað þau hafa gert margt gott, aukið jöfnuð og kaupmátt í þjóðfélaginu frá því þau tóku við völdum en staðreyndin sem blasir við í þeim heimi sem við sem erum á lægstu tekjunum er allt önnur, því kaupmáttur okkar hefur rýrnað ár frá ári og hagur okkar versnað með hverjum deginum í boði núverandi stjórnarflokka enda vitum við að allar þeirra hagtölur og tölur um meiri jöfnuð og kaupmátt eru ekkert annað en hreinar og klárar lygar sem eru byggðar á fölsuðum tölum illa gefina hagfræðinga sem eru á feitum launum hjá stjórnarflokkunum.
Ísland er viðbjóðslegt land og þjóðfélagið svo rotið og spillt að pestina leggur yfir eins ský af eiturgasi sem allt er að kæfa og drepa.
Það eru bara vildarvinir núverandi ráðamanna og hundsspottinn þeirra sem hagnast hvað mest og best á þeirri gengdarlausu spillingu sem þrífst hér á landi en þeir sem raunverulega skapa verðmætin í þessu þjóðfélagi eru einskis virði í augum auðmannaklíkunar sem í raun stjórnar landinu.
Hvað mundu Samherji, HB Grandi, Vísir, Hagar og öll þessi stóru fyrirtæki gera ef starfsfólkið segði allt upp á einu bretti og léti sig hverfa?
Heldur virkilega einhver að eigendurnir, hluthafarnir og skrifstofublækurnar færu niður á gólf til að skapa verðmætin?
Nei aldrei. Þeir mundu grenja hástöfum yfir glötuðum gróða og kenna fólkinu sem sagði upp um ástandið.
Þeir mundu aldrei horfa í eigin barm og sjá hverju raunverulega væri um að kenna og þaðan af síður viðurkenna að það væri vegna þeirra eigin hroka, frekju og skorti á siðferði sem fyrirtækin væru orðin einskis virði.
En því miður mun það aldrei gerast að almenningur mundi standa saman að slíkum aðgerðum gegn þrælahöldurum sínum því þjóðin er af þrælum komin og hún hugsar eins og þrællinn sem ól hana upp og mun aldrei komast út úr þeim vítahring þrælsins sem hún er bundin í vegna eigin gungu og aumingjaskapar.
Þess vegna er ástandið í þjóðfélaginu eins og það er.