Ég ætla bara að minna fólk á að mæta við Skógarfoss í dag klukkan fjögur því klukkan fimm ætlar Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir ásamt krúinu sínu að skríða upp á útsýnispallinn ofan við fossinn, upp allar 458 tröppurnar en eins og fólk veit þá er hún lömuð og fer um í hjólastól en saga hennar hefur verið sögð hérna.
Hún er nú þegar búin að leggja að baki 105 kílómetra á handaflinu einu saman en ferðin hófst á útsýnispallinum á Kambabrún ofan við Hveragerði þann 5. ágúst síðastliðin og hefur Maríanna ásamt fylgdarliði rúllað sér austur að Skógum á handaflinu einu saman til minningar um allt það fólk sem hefur vegna fötlun sinnar, sjúkdóma og baráttu við kerfið á íslandi, gefist upp og tekið sitt eigið líf eða hreinlega bara látist í höndum þeirra sem hafa átt að sinna þeim og tryggja velferð þeirra og til að safna í sjóð sem notaður verður til að kaupa hjálpartæki til handa þeim sem ítrekað fá synjun þeirra frá Sjúkratryggingum Íslands af einhverjum ástæðum, en dæmin eru fjölmörg þar sem fólki er synjað um slík tæki og eru því í raun föst í fangelsi á eigin heimili eða stofnunum í boði „velferðarkerfisins“ á ísiandi.
Eins og áður segir ætlar fólk að safnast saman neðan við Skógarfoss klukkan 16:00 í dag en ferðin upp hefst síðan klukkan 17:00 og er öllum sem það vilja, velkomið að slást í hópinn til að sýna málefninu stuðning.
Kveikt verður á kertum þegar upp verður komið og þeirra einstöku einstaklinga minnst sem hafa yfirgefið okkur á undanförnum árum.
Við minnum einnig á styrktarreikning Ferðabæklingana að venju og hvetjum fólk til að liðsinna þeim sem fá ekki nauðsynleg hjálpartæki með því að leggja okkur lið því þó þú gerir ekki mikið þá safnast það saman ef margir taka sig til og allt telur.
Styrktareikningur Ferðabæklingana, fer til kaupa á hjálpartækjum fyrir þá sem fá ýtrekaðar hafnanir hjá Sjúkratryggingum Íslands, sem eiga að tryggja réttindi sjúklinga. Rnr. 515 -14 -2323 Kt. 220272-5409 Reiknigurinn er á nafni Lísebet Unnar Jónsdóttur.
Að lokum minnum við svo á að sent verður beint út frá þessum viðburði á fésbókarsíðunni: