Pírati sem var að safna undirskriftum í gær á suðurlandi segir frá því á facebooksíðu sinni að ofurhress Framsóknarmaður hafi komið að máli við sig og sagt að Píratar telji að tölvur og internetið geti hreinlega bjargað efnahag íslands. Hló svo og hristi hausinn.
Kanski heldur hann að faldir vogunarsjóðir og þeirra fjármagn, (sem er ekki einu sinni vitað hvort í raun eru til) bjargi efnahag landsins eins og formaður framsóknar heldur stöðugt fram. Enginn veit í raun hvort þangað sé yfir höfuð hægt að sækja eina einustu krónu og hvernig það á að vera hægt hefur heldur aldrei verið útskýrt.
En hvað með tölvur og internet?
Tölvuvinna er ekki bara að sitja við tölvu og ,,sörfa“ netið. Fæstir vita hvað liggur á bak við eina venjulega heimasíðu, bíómynd, auglýsingu, tónlist og svo mætti lengi telja.
Samkvæmt Wikipedia eru til 655 mismunandi forritunarmál og er þá ekki ekki tekið með allar útgáfur af ,,Basic“ forritunarmálinu sem telur eitt og sér rúmlega 320 útfærslur.
Hvað koma margir að grafískri vinnslu í einni bíómynd?
Skoðið kreditlistann næst þegar þið horfið á bíómynd og kannið það.
Hvað með hljóð og eftirvinnslu? Skoðið það líka.
CCP sem er með leikinn EVE Online hefur fleiri notendur en samanlagður fjöldi þess fólks sem byggir þetta blessaða land okkar.
Flestir tölvunotendur á íslandi nota tölvurnar eingöngu til að fara á netið til að ná sér í upplýsingar, senda póst, skoða myndir og vinna í einhverri léttri skjalavinnslu auk leikja og hugsa aldrei út í hvað það er sem liggur á bak við það sem þeir eru að nota hvort sem það er stýrikerfið í tölvunni sem geir þeim kleyft að fara á netið og gera það sem áður er talið eða þá vinnu sem liggur á bak við vefsíðurnar sem farið er inn á eða í leikina, tónlistina, auglýsingarnar og í raun allt sem birtist á skjánum. Á bak við allt þetta liggur gífurlega vinna fjölda fólks um allan heim í allskonar forritunarvinnu, grafík og fleiri hlutum sem snerta líka internetið sjálft og hvernig tengimálum er háttað við netþjóna, routera og fleira og fleira sem of langt mál er að nefna hér.
Þeir sem telja að Píratar séu í einhverjum ,,tölvuleik“ ættu aðeins að staldra við og skoða hvað er í gangi í hinum stóra (tölvu)heimi áður en þeir slengja fram svona athugasemdum því það sýnir bara í raun hvað þeir eru aftarlega á merinni í þróun tölva og internetsins.
Ef rétt væri staðið að hlutum í sambandi við tölvuforritun og hugbúnaðargerð á íslandi væri hægt að skapa nokkur hundruð störf á ári í þeim geiranum og þá sérstaklega í sambandi við sértækan hugbúnað eins og í fiskvinnslu, landbúnaði og margt annað. Það er bara alltaf spurning hvort það er vilji hjá stjórnvöldum að styðja við bakið á fyrirtækjum sem eru að vinna í þessum geira því gróðinn kemur ekki strax frá þeim. Það tekur marga mánuði og jafnvel ár að þróa góðan hugbúnað enda er verið að tala um tugi og jafnvel hundruð þúsunda af línum sem þarf að skrifa frá grunni fyrir góðan hugbúnað.
Almenningur skilur þetta og spáir ekkert í þessum málum og gerir sér þar af leiðandi enga grein fyrir því hvað þetta er mikilvægt í framtíðinni. Upplýsingatæknin sem við búum við núna á bara eftir að eflast og aukast og það verður alltaf þörf fyrir vel menntað og duglegt fólk á öllum sviðum í tölvugeiranum. Hvort sem það er vefforitari, grafískur hönnuður, hljóðvinnsla eða hugbúnaðarforritari.
Þeir sem hugsa og tala eins og þessi ,,hressi“ framsóknarmaður eru bæði þröngsýnir og afturhaldssamir einstaklingar sem halda að tölvur séu bara til að leika sér að en hugsa ekki fram í tíman. Jafnvel þó þeir á sama tíma góni á nýja snjallsímann sinn, dásama hvað þetta sé nú flott tækni en gera sér enga grein fyrir því hvað það hafa margir unnið að því að gera þeim hinum sama það mögulegt að nota sér þessa tækni.
Og svona í restina skulum við rifja upp gamlan skólasöng sem og þann boðskap sem hann flytur okkur.
Það er leikur að læra
leikur sá er mér kær.
Að vita meira og meira,
meir í dag en í gær.
Þetta er motto allra þeirra sem vinna við tölvur. Að vita meira í dag en í gær.