Stundum kemur það fyrir að maður rekst á skemmtilegar sögur sem maður verður að deila með öðrum.
Þessa sögu rak á fjörur mínar á hinum alræmda miðli, Facebook og það verður að segjast eins og satt er, að ég grét úr hlátri við lesturinn.
Eftir að hafa verið sagt að „dinglið mitt“ liti út eins og rastafari á gamals aldri, þá ákvað ég að kaupa háreyðingarkrem þar sem fyrri tilraunir mínar til raksturs á þessu svæði höfðu ekki verið sérlega árangursríkar – og ég hafði næstum farið í bakinu við að ná erfiðustu stöðunum. Verandi nokkuð rómantískur, hugsaði ég að best væri
að gera þetta fyrir afmæli minnar heittelskuðu sem einskonar óvæntan glaðning.
Ég pantaði kremið vel í tíma og þar sem ég vinn á Norðursjónum þá sannfærði ég mig um að ég væri hafinn yfir þann sársauka sem fyrri umsagnir gáfu til kynna að kremið ylli. En hversu rangt ég hafði fyrir mér …
Ég beið etir að betri helmingurinn var kominn upp í rúm og eftir að hafa gefið henni smá fyrirheit um óvæntan glaðning þá fór ég niður í baðherbergið. Í fyrstu fór allt vel og ég bar gelið á mig og beið eftir að eitthvað gerðist. Ég þurfti ekki að bíða of lengi …
Í fyrstu kenndi ég ljúfan hita leika um svæðið – sem á snarstundu breyttist í gífurlega brunatilfinningu sem best lýsti sér best þannig að búið væri að reka gaddavír milli fótanna á mér og tveir menn stæðu sitthvor megin við mig og lyftu mér upp til lofts.
Trúarbrögð höfðu ekki komið mikið við sögu í mínu lífi – þangað til þessa nótt. Þá varð ég viljugur að ganga í hvaða trúarbrögð sem er til að stoppa brunann sem var að fara með minn æðri enda – og mitt heilaga skrín.
Ég barðist við að bíta ekki í gegnum neðri vörina á mér og reyndi að þvo gelið af í vaskinum en tókst aðeins að fylla niðurfallið með hárum. Í táramistrinu rambaði ég út úr baðherberginu og út ganginn – nema ég gat ekki gengið mikið svo ég skreið síðustu metrana í ísskápinn í von um að finna eitthvað til að kæla mig.
Ég slengdi ísskápshurðinni upp og í frystinum fann ég dollu af rjómaís, ég reif lokið af og setti ísinn undir mig. Kælingin var yndisleg en varði einungis í skamma stund þar sem ísinn bráðnaði mjög hratt og stingirnir sneru aftur.
Sökum lögunar á ísdollunni þá hafði mér ekki tekist að gefa „stjörnunni“ neina meðferð svo ég leit í skúffuna eftir einhverju öðru – en ég var viss um að missa sjónina innan skamms. Ég greip poka af því sem ég komst að síðar að var frosið kál og reyndi að opna það eins hljóðlega og ég gat. Ég tók handfylli af kálinu og reyndi í örvæntingu að koma einhverju milli rasskinnanna á mér. Þetta var ekki alveg að gera sig þar sem sumt af kreminu var komið þangað sem sólin ekki skín – og það var eins og ég væri með geimflaug ræsta í sitjandanum.
Þetta var líklega og vonandi eina skiptið á ævi minni sem ég hef óskað þess að staddur væri samkynhneigður snjókarl í eldhúsinu – sem ætti að gefa nokkra sýn á þá dýpt á sársauka sem ég var í. Eina lausnin sem ég fann var að taka eitt kálið og þrýsta því rólega þangað sem ekkert grænmeti hefur áður farið.
Því miður, sökum undarlegra hljóða frá eldhúsinu kom betri helmingur í lítinn rannsóknarleiðangur. Þar stóð ég fyrir framan hana – með rassinn upp í loftið, jarðaberja ís lekandi frá mínu heilaga skríni, ýtandi káli upp í rassgatið á mér og þyljandi fyrir munni mér: „Ohhh … hvað þetta er gott!“
Skiljanlega fékk konan mín sjokk og æpti upp yfir sig – sem olli síðan því að ég fékk smá sjokk, og sökum viðbragða minna flaug kálið út um afturendann á mér og í átt að henni. Ég get skilið að það er ekki það sem hún bjóst við sem óvænta glaðningum á afmælinu sínu – að fá grænmeti prumpað í áttina að sér að verða klukkan ellefu um kvöld í eldhúsinu. Og það var heldur ekki í plönunum að þurfa að útskýra fyrir börnunum daginn eftir hvað hefði orðið um allan jarðaberjaísinn.
En svona sem niðurstöðu að þá fjarlægir Veet allt í senn: hárin, reisnina og sjálfsvirðinguna.