Mótmæli? Nei, Þetta var fokking teboð

"Mótmælin" og "byltingin" á Austuvelli í dag.

„Mótmælin“ og „byltingin“ á Austuvelli í dag.

Fjölmargir tala um mótmæli og jafnvel byltingu á Austuvelli seinnipartinn í dag, 26. maí árið 2015.
Ég komst að vísu ekki, ekki frekar en svo oft áður, því það virðist vera einhver óskráð regla að vera alltaf með svona samkomur í lok mánaðarins þegar fólk sem raunverulega ætti að mæta er orðið gjörsamlega peningalaust og hefur alla jafna enga möguleika á að koma sér á staðinn.

En aftur að þessum „mótmælum“ eða „byltingu“ eins og það var titlað, því maður bjóst við að nú yrði hreinlega látið vaða af öllu afli í lygahyskið í þinghúsinu og það hrakið út á Austurvöll og húðstrýkt eins og lög gera ráð fyrir þegar um byltingu er að ræða.  Jafnvel eins og nokkrir hausar látnir fjúka líka í leiðinni.

En það var nú öðru nær.
Þessi „bylting“ var ekkert annað en teboð.
Teboð af ódýarari sortinni þar sem fólk safnaðist saman, klappaði hvert öðru á bakið og rabbaði saman í tvo tíma og dreif sig svo heim í kvöldmat því klukkan sjö var Austurvöllur tómur og ekki hræða á kreiki samkvæmt vefmyndavélum Mílu.

Í alvöru?  Er þetta kallað að vera með mótmæli?  Þess þá heldur að kalla þetta byltingu er nú bara að bíta höfuðið af skömminni og segir mér aðeins eitt.

Íslendingum er hreinlega ekki viðbjargandi út úr eigin aumingjaskap.
Mótmæli standa dögum og vikum saman ef svo ber undir og það kallast bylting þegar ráðist er að stjórnvöldum og þau neydd frá völdum.
Þetta var hvorugt.
Þetta var aumingjalegt teboð, svo aumt að ég þakka fyrir að hafa legið í verkjakasti og kvíða í stað þess að hafa mætt og þar með sloppið við að smettið á mér hafi komist í fjölmiðla af þessari niðurlægjandi og skammarlegu teboðssamkomu.

Til ykkar sem ætlið að mótmæla í framtíðinni eða bylta einhverju.
Drullist til að gera það þá almennilega en ekki nota sömu taktík og núverandi ríkisstjórnarflokkar og forkólfa þeirra en það er að boða eitthvað róttækt og standa svo ekki rassgat við neitt af því, því það var nákvæmlega það sem þið gerðuð í dag.
Svikuð bæði mótmælendur og ykkur sjálf að hætti Simma og Bjaddna.

Djöfull skammast ég mín að hafa stutt ykkur og hvatt.

Updated: 26. maí 2015 — 20:57