Blekkingar stjórnvalda gengu upp

Aðgerðum fylgir ábyrgð.

Það er með hreinum ólíkindum að hugsa til þess og upplifa það hvernig illa innrættir sadistar sem stjórna íslandi í dag ná alltaf að blekkja og ljúga að veiku og fötluðu fólki með því að vekja hjá því vonir um að kjör þeirra verði bætt.

Nú upplifi ég og fleiri það að um svo svakalega mismunun sé um að ræða þegar kemur að þeim endurgreiðslum sem fólk hefur verið að fá vegna lækkunnar skerðinga úr krónu á móti krónu niður í 65 aura á hverja krónu að maður situr bara í algjöru áfalli yfir því hvernig þetta var kynnt í vor fyrir okkur en svo þegar kemur að aðgerðum þá er þetta bara hrein og klár sýndarmennska fyrir milljónastyrkþegana inni á alþingi til að hrósa sjálfum sér yfir því hvað þeir eru góðir og rausnalegir við öryrkja.

Staðreyndin er nefnilega sú að það eru bara öryrkjar sem hafa verið búsettir á íslandi einhvern hluta ársins 2019 sem fá endurgreiðslur afturvirkt til 1. janúar 2019 og það er bara á aldurstengdu uppbótina þar sem hlutfallið lækkar um 50% .

Í skýringu frá TR má sjá þetta nánar.

Þetta dæmi er rétt hjá þér en þetta sýnir aðeins afmarkaðan hóp. Það er hins vegar rangt hjá þér að tekjulausir örorkulífeyrisþegar séu ekki með neinar tekjur séu á sama stað og áður. Bætur þeirra hækka um sem nemur helming af upphæð aldurstengdu örorkuuppbótarinnar sem er 23.241 kr. á mán. hjá þeim sem urðu öryrkjar 18-24 ára en heildar summa bóta þeirra hækkar úr 247.183 kr. á mán. 270.424 kr. á mán. ef þeir fá ekki heimilisuppbót og úr 310.800 kr. í 334.041 kr. á mán. ef þeir eru með heimilisuppbót. Tekjulausir öryrkjar sem urðu fyrst öryrkjar 50 ára gamlir hækka hins vegar aðeins um 2.324 kr. á mán. eða úr 247.183 kr. á mán. í 249.507 kr. á mán. ef þeir eru ekki með heimilisuppbót en úr 310.800 kr. á mán. í 313.124 kr. á mán. ef þeir eru með heimilisuppbót.

 

Hins vegar er það svo vegna þess að enn mun 50% aldurstengdu örorkuuppbótarinnar skerða framfærsluuppbót að ávinningur af breytingunni nær upp í hærri tekjuhópa hjá þeim sem urðu öryrkjar eldri og á það sérstaklega við u m þá sem eru með atvinnutekjur því vegna hás frítekjumarks þeirra þá fellur aldurstengda örorkuuppbótin niður við mun lægri tekjur þegar um atvinnutekjur er að ræða heldur en þegar um annars konar tekjur er að ræða. Taflan hér fyrir neðan sýnir muninn á þeim sem urðu öryrkjar 18-24 ára og þeim sem  urðu öryrkjar 5 ára miðað við atvinnutekjur frá 0 og upp í 50.000 kr. á mán.

Smellið til að sjá myndina í fullri stærð.

Eins og sést á þessari töflu þá verður hækkunin meiri hjá þeim sem urðu öryrkjar 18-24 ára heldur en hjá þeim sem urðu öryrkjar 50 ára hjá þeim sem eru með lægri tekjur en 27.000 kr. á mán. en öfugt hjá þeim sem eru með hærri tekjur en það. Meiri ávinningur hjá þeim sem urðu öryrkjar undir nær hærra upp tekjustigann hjá þeim sem eru með heimilisuppbót og einnig mun hærra upp hann hjá þeim sem eru með lífeyrissjóðstekjur en það eru mun fleiri örorkulífeyrisþegar með lífeyrissjóðstekjur heldur en með atvinnutekjur.

Eftir að ég fór að grúska meira í þessum málum og hræra í haugshúsi TR og velferðarráðuneytisins ásamt því að spyrjast fyrir um hvernig væri með okkur sem búum erlendis höfum gert það frá því fyrir síðustu áramót þá kemur það í ljós að við fáum engar afturvirkar bætur og engar lækkanir á skerðingum á lífeyrissjóðstekjum sem við fáum fyrr en 1. janúar 2020 þó svo búið sé að telja okkur trú um annað frá því lagabreytingin var samþykkt.

Engir sem hafa með málefni öryrkja að gera, hvorki ÖBÍ né ráðuneyti „velferða“ eða Tryggingastofnun Ríkisins hafa haft fyrir því að útskýra þessa hluti fyrir okkur eða upplýsa okkur um þessar staðreyndir sem liggja fyrir í dag.

Ég skal alveg játa að mér féllust hendur og vonbrigðin voru gífurlega mikil þegar ég komst að þessu því maður var búinn að sjá og vona að maður gæti í það minnsta borgað upp einhverjar skuldir með þeim endurgreiðslum sem maður ætti inni af brota-broti af þeim lífeyrisgreiðslum sem ríkið er búið að stela af manni síðasta áratuginn með þessum ólöglegu stjórnarskrárbrots skerðingum sínum og með réttu ættu stjórnvöld að greiða öllum sem hafa orðið fyrir skerðingum vegna þessara ólaga til baka til þess dags sem skerðingarnar tóku gildi, með vöxtum og dráttarvöxtum, en í mínu tilfelli eru það gróflega áætlað um 100 þúsund á mánuði í 10 ár eða um 1.200. þúsund á ári.  Margir sem hafa verið skertir meira en aðrir minna.

Því miður eiga svo ráðherrar sem hafa með þessa málaflokka að gera eftir að koma fram í fjölmiðlum og hreykja sér af því hvað þau eru góð og gjafmild við öryrkja landsins og það sem er verst að fjölmiðlar munu spila með og kóa þetta helvítis skítapakk og lygarnar þeirra.

Það er ekki furða að margur öryrkinn gefst upp og kálar sér hreinlega vegna þessa og öllum er skítsama.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa