Dónalegu bæjarnöfnin í Danmörk

Bærinn Brundur eða Sæði í Danmörku.

Það er skondið að hugsa til þess að okkar gömlu lénsherrar, Danir, hafi gert í því að kalla smábæi á landsbyggðinni í Danmörku nöfnum eins og „Sæði“, „Rassgat“, „Graðstaðir“ og Helvíti, svo fátt eitt sé talið upp.

En þetta er staðreynd og má finna fleiri staði sem bera nöfn sem má þýða í léttu gríni yfir á íslensku svo teprurnar fari rækilega á taugum og roðni alveg niður í tær.

Á norður Jótlandi er lítill bær sem heitir Pikhede sem mætti á íslensku kalla „Limshöfuð“.
Utanvert í Djursland, milli Árósa og Randers er lítill bær sem með góðum vilja mætti nefna á íslensku, „Rassgat“, Danska nafnið er Røved.
Á vestur Jótlandi er bær sem heitir Tarm og mætti alveg kalla „Þarmur“ eða „Görn“ á íslensku.

Reiðholt eða Samfarahæð.

Og listinn heldur áfram.
Bøsserup, Sæd, Knepholt og Bøller eru þekkt staðarnöfn á smábæjum í Danmörk sem koma út brosi hjá fólki.

Hér má sjá lista yfir fleiri skondin bæjarnöfn í Danmörku.

Í skemmtilegri grein á BT.dk má einnig lesa eftirfarandi inngang að staðarnöfnum í Noregi, að hægt sé að keyra á tuttugu mínútum frá „Limi“ að „Þarmi“ sem eru smábæir á vesturströnd Jótlands.

Updated: 12. febrúar 2017 — 11:30