Er brostin á fjöldaflótti frá Íslandi?

Svarthol Hugans

Er brostin á fjöldaflótti frá Íslandi?

Skoðað: 3119

Flestir sem flytja erlendis snúa ekki til baka.

Flestir sem flytja erlendis snúa ekki til baka.

Pappakassarnir óðum að fyllast ………
Stóru hlutirnir úr búslóðini allir seldir….
3 bretti bókuð í skip 23 okt……
Ég bókaður í flug 16 okt….
Konan og ýngsta barnið bókuð í flug 13 nóv
Eldri börnin öll að hugsa um að elta okkur ……
Þau eru öll í vinnu en sjá enga framtíð hér
Mun ég sjá eftir þessu ???
Nú þá er flogið og siglt í báðar áttir.

Þetta skrifar Einar Símonarson í hópinn Ísland – 20 fylki Noregs á Facebook.

En hann er svo sannarlega ekki sá eini sem er að flytjast af landi brott vegna þess ástands sem ríkir í landinu.
Heiðar Snær skrifar í umsögn við þessa stöðufærslu Einars:

Þú sérð ekki eftir þessu, allir mínir afkomendur eru komnir hingað líka. Víð erum 15 samtals.

Hvað ætli séu í raun margir Íslendingar nú þegar fluttir út til Noregs með alla sína fjölskyldu?
Hvað ætli margir eigi eftir að flytja héðan, nái stjórnvöld að kúga lækna í þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir, í kjölfar þessarar þróunar í launastefnu stjórnvalda?

Þegar maður rennir yfir hópinn Ísland – 20. fylki Noregs, þá kemur í ljós að það er fjöldi fólks að flytjast út á næstu misserum.
Sá fjöldi á bara eftir að aukast.

Haldi fram sem horfir, má reikna með að fyrir mitt næsta ár verði Ísland svo gott sem læknislaust.

Hvað gera stjórnvöld þá?

Skoðað: 3119

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

komment