Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Flestir sem flytja erlendis snúa ekki til baka.
Flestir sem flytja erlendis snúa ekki til baka.

Pappakassarnir óðum að fyllast ………
Stóru hlutirnir úr búslóðini allir seldir….
3 bretti bókuð í skip 23 okt……
Ég bókaður í flug 16 okt….
Konan og ýngsta barnið bókuð í flug 13 nóv
Eldri börnin öll að hugsa um að elta okkur ……
Þau eru öll í vinnu en sjá enga framtíð hér
Mun ég sjá eftir þessu ???
Nú þá er flogið og siglt í báðar áttir.

Þetta skrifar Einar Símonarson í hópinn Ísland – 20 fylki Noregs á Facebook.

En hann er svo sannarlega ekki sá eini sem er að flytjast af landi brott vegna þess ástands sem ríkir í landinu.
Heiðar Snær skrifar í umsögn við þessa stöðufærslu Einars:

Þú sérð ekki eftir þessu, allir mínir afkomendur eru komnir hingað líka. Víð erum 15 samtals.

Hvað ætli séu í raun margir Íslendingar nú þegar fluttir út til Noregs með alla sína fjölskyldu?
Hvað ætli margir eigi eftir að flytja héðan, nái stjórnvöld að kúga lækna í þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir, í kjölfar þessarar þróunar í launastefnu stjórnvalda?

Þegar maður rennir yfir hópinn Ísland – 20. fylki Noregs, þá kemur í ljós að það er fjöldi fólks að flytjast út á næstu misserum.
Sá fjöldi á bara eftir að aukast.

Haldi fram sem horfir, má reikna með að fyrir mitt næsta ár verði Ísland svo gott sem læknislaust.

Hvað gera stjórnvöld þá?

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Umsagnir

Svipað efni