Það er óhætt að segja að allt hafi hreinlega farið á hvolf í þjóðfélaginu eftir að það birtist frétt í morgunn á vísir.is þar sem sagt er frá því að hver máltíð á einstakling kosti 248 kr eða með öðrum orðum að matarkostnaður einstaklings sé í heildina 745 krónur á dag.
Baggalútur greip þetta á lofti og ætlaði nú aldeilis að gera grín að þessu en því miður gerðu þeir sér ekki grein fyrir því að það er raunverulega til fólk sem lifir á katta og hundamat hér á landi.
Á vef Baggalúts má lesa þetta:
„Ég skil ekki hvað fólk er að tuða, ég næ auðveldlega að halda matarkostnaði undir 248 kr. fyrir hverja máltíð,“ segir ungur næringarfræðingur sem telur umræðu um ný neysluviðmið ríkisins á villigötum.
„Þú getur fengið dýrindis kattamat á afslætti, bæði buff og kjúkling, á rétt rúman 200 kall. Það er alveg máltíð og rúmlega það. Svo er bara að skella fötu undir næstu vatnsrennu og ná sér í vatn. Það er meir að segja mjög næringarríkt þessa dagana út af gosinu.“
„Svo ef þú færð leið á kattamatnum, þá má alltaf fá ljúffenga smáfuglamylsnu og brauðskorpur á skítogingenting. Bara skafa mestu mygluna frá.“
Enter sá sem skrifar greinina er enginn annar en hinn góðkunni Bragi Valdimar Skúlason einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Baggalútur og þáttarstjórnandi Orðbragðs á Rúv.
Kanski þetta sýni líka í raun hvað sumt fólk er illa tengt þeim raunveruleika sem öryrkjar og aldraðir þurfa að búa við í þessu landi þegar það er farið út í að gera grín að fólki sem nær ekki að draga fram lífið nema með því að róta í rusli eftir mat eða kaupa hunda og kattamat því það hefur ekki efni á að kaupa annað.
Þetta er svo sannarlega ekkert til að gera grín að og ég vona að þeir Baggalútsmenn sjái að sér í framtíðinni hvað þetta varðar.