Skip to content

Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Menu
  • Forsíða
  • Hlekkjasafn
    • Eldri kannanir
    • Fréttamiðlar
      • Innlendir
      • Erlendir
    • Sölusíður
    • Tæknisíður
    • Blogg
    • Ferðalög
  • Um síðuna
  • Myndir
    • Framkvæmdir í hesthúsi
    • Erlendar kassakvittanir
    • Minning um Svein Inga Hrafnkelsson
  • Hafa samband
  • Hafa samband
  • Fréttaveitan
Menu

Yfirlýsing!

Posted on 27. júní 2012
Viðbjóðendur

Á myndinni hér til hliðar má berja augum þá einstaklinga sem bjóða sig fram til embættis forseta líðveldisins Ísland.
En hver þeirra skyldi nú eiga að fá atkvæði mitt?

Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör og ef grant er skoðað  sést texti undir myndinni sem kanski lýsir best mínu áliti á því fólki sem býður sig fram í þetta embætti.

Í fyrsta skipti síðan ég fékk kosningarétt ætla ég ekki að nýta mér hann.  Ég ætla að sitja heima og láta restina af þessari ógeðslegu kosningabaráttu fara algerlega fram hjá mér án þess að skipta mér hið minnsta af henni.

Þessir frambjóðendur hafa hingað til ekki fært mér neitt sem gefur mér ástæðu til að kjósa þá en hafa verið því duglegri við að benda á galla annara frambjóðenda og hæla sjálfum svo jaðrar við mikilmennskubrjálæði á versta stigi, en þó hafa stuðningsmenn sumra frambjóðenda gengið svo algerlega fram af mér í öfgum sínum og ofstopa við að drulla yfir aðra frambjóðendur, að ég varð algerlega afhuga því að kjósa viðkomandi.  Af því sem ég hef séð hafa stuðningsmenn Þóru þó farið yfir öll rauðu strikin í bókinni og að auki búið til svona 30 ný því til viðbótar.  Þóra sjálf er langt í frá trúverðug og mér persónulega finnst hún engan vegin frambærileg sem forseti.  Hún einfaldlega hefur ekkert til að bera í þetta embætti að MÍNU MATI!

Ólafur Ragnar er búinn að vera lengi í þessu embætti og umdeildur eins og gefur að skilja en hann kann að haga seglum eftir vindi og þó ótrúlegt sé þá hlustar hann á þjóðina svona þegar það hentar honum en hann hefði átt að gera meira af því.  Hef ekki heyrt mikin áráður frá stuðningsmönnum hans nema gagnrýni á stuðningsfólk Þóru og það ekki að ósekju.  Kanski hans stuðningsmenn séu meira í leynum og skammist sín fyrir að vilja hann áfram sem forseta.  Kæmi reyndar ekkert á óvart eins og gagnrýnin hefur verið á hann.

Rest skiptir svo sem engu máli enda hef ég ekkert verið að eltast við málflutning þeirra og stuðningsfólk þeirra ekki verið mikið að þvælast fyrir augunum á mér.

Samt er það svo í ljósi þess hvernig kosningabaráttan hefur verið, að ég fékk algert ógeð og ætla því að sitja heima á kosningadag.

Deila:

  • Tweet
  • More
  • Email
  • WhatsApp
  • Print
  • Reddit
  • Share on Tumblr

Svipað efni

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Vinsælt síðustu vikuna

  • Vinsælt
  • Nýjast
  • dag Vika Mán. Allt
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben (2 views)
  • Þegar andskotinn bænheyrði Bjarna Ben
  • Ruslfréttastofa RÚV
  • Lindarhvolsskýrslan afhjúpar skipulagða glæpastarfsemi
  • Þegar lítið annað er hægt að gera
  • Verbúðarlíf: Formáli
Ajax spinner

Instagram

Fikt https://www.instagram.com/p/CzyU04cof8x/ The TV program today Njomm njomm Ekkert að þjöppunni í Vírdó https://www.instagram.com/p/CyBV3qPI4FI/ 2.5 hours later..... Not perfect but much better Fyrsta röltið í dag

Facebooksíðan mín

Facebooksíðan mín

Færslusafn

Flokkar

Kaffikaupastyrkur

Splæsir þú kaffi?

©2023 Jack H. Daniels | Design: Newspaperly WordPress Theme