Veruleikafirring fábjánans í fjármálaráðuneytinu

"Hvernig get ég logið mig út úr þessu?" Bjarni "blondína" upphugsar nýjar lygar.

„Hvernig get ég logið mig út úr þessu?“
Bjarni „blondína“ upphugsar nýjar lygar.

Ég veit að titillinn fælir fólk frá því að lesa áfram en því miður fyrir alla landsmenn er þetta bara sannleikurinn um „lægstvirtan“ fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson.  Hann hefur sjálfur komið sér í þá stöðu að fólk lítur á hann sem hrokafullt, siðblint og síljúgandi flón sem hefur ekki hundsvit á því hvað hann er að gera í sínu embætti og allt sem frá honum kemur er svo gjörsamlega úr takti við allt sem heitir almenn skynsemi, siðferði og að auki ekki við neinum tengslum við efnahag landsins.
Þetta sér hver einasti heilvita einstaklingur og kristallast hvað best í nýrri könnun MMR um persónuleika stjórnmálaleiðtoga í landinu en þar fær Bjarni algjöra falleinkunn þegar kemur að heiðarleika, eða rétt um 13% þeirra sem tóku afstöðu telja Bjarna heiðarlegan eins og má sjá á meðfylgjandi mynd hér að neðan til hægri.

Bjarni sjálfur hefur opinberað í stöðufærslu á facebook, algjöra afneitun gagnvart þeim sem tóku þátt í þessari könnun og reynir að telja, bæði sér og öðrum, trú um að þessar niðurstöður séu ómarktækar með öllu þar sem hann heldur að það sé ekki hægt að mæla heiðarleika fólks.
Slíka fullyrðingu er í besta falli hægt að túlka sem heimsku, því heiðarleiki fólks er mældur eftir verkum þeirra, orðum og gerðum.  Flóknara er það ekki og taki maður Bjarna sem dæmi, þá þarf ekkert að ræða það neitt nánar því hann fær núll frá mér hvað heiðarleika varðar, sannsögli líka og leiðtogi er hann svo sannarlega ekki.

En gefum Bjarna orðið og skerum þetta aðeins niður í sneiðar sem hann segir um þessa könnun.

Er hægt að mæla heiðarleika fólks með skoðanakönnun?

Meirihluti þátttakenda í skoðanakönnun MMR sem birt var í gær telur að hvorki forsetinn né nokkur annar íslenskur stjórnmálaleiðtogi sem spurt var um sé heiðarlegur. Átta af hverjum tíu telja að hvorki borgarstjóri né nokkur formanna flokkanna vinni vel undir álagi. Meira en 80% svarenda telja að enginn fulltrúa stjórnmálaflokkanna sé fæddur leiðtogi og sjö af hverjum tíu heldur að enginn þeirra sem spurt er um virði skoðanir annarra.

Könnun MMR fékk þónokkra athygli. Fyrst og síðast fyrir þá almennu falleinkunn sem stjórnmálamenn fá í henni. Í fréttum var vitnað fyrirvaralaust til hennar, eins og vísindalegrar könnunar um mannkosti stjórnmálamanna sem gæfi rétta og sanngjarna mynd af stöðunni. Í kjölfarið komu álitsgjafarnir og felldur þunga dóma yfir stjórnmálastéttinni, eins og nú tíðkast að nefna þá sem hafa ákveðið að helga sig starfi í þágu hagsmuna þjóðarinnar. Niðurstaðan: Við eigum enga leiðtoga. Þess vegna er allt svo ömurlegt.

Það eru margar spurningar sem vakna við lestur þessarar könnunar. Ein þeirra er: Hvernig er hægt að halda því fram að einstaklingar sem hafa sjálfir stofnað stjórnmálaflokk og hlotið kosningu á þing ásamt fjölda þingmanna séu ekki leiðtogar, hvort sem þeir hafi fæðst sem slíkir eða ekki. Og hvað er átt við með þeirri spurningu – að vera fæddur leiðtogi? Hvernig fer sú mæling fram og hvenær, nákvæmlega?

Könnunin sýnir og sannar hvað fólki finnst en það vill Bjarni ekki viðurkenna frekar en neitt annað neikvætt sem um hann er sagt.

Könnunin sýnir og sannar hvað fólki finnst en það vill Bjarni ekki viðurkenna frekar en neitt annað neikvætt sem um hann er sagt.

Sumir eru fæddir leiðtogar en Bjarni er enginn leiðtogi.  Hann er væluskjóða sem getur ekki tekið gagnrýni á neinn annan hátt en ráðast á aðra þegar hann er rökþrota eins dæmin sanna hvað eftir annað í þinginu og í viðtölum.  Hann svarar aldrei spurningum öðru vísi en að gefa í skyn eða láta að því liggja að hinir og þessir hafi nú á sínum ferli gert hitt og þetta án þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu.
Menn sem haga sér þannig og tala af slíkum hroka til fólks, hvort sem það er samstarfsfólk eða fólkið í landinu, almenningur, þá sýnir það bara hverslags aumingi og rökþrota ræfill er þarna á ferðinni.  Maður sem aldrei getur svarað nema með skætingi.

En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu saman, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenning.

Enda er hann ekki í neinum tengslum við almenning.  Hann er bara í tengslum við „já“ kórinn sinn og „elítuna“ innan eigin flokks.  Þeir sem gagnrýna hann og hallmæla honum, er umsvifalaust hent út og stimplaðir dónar, ruddar og haft um þá fleiri niðrandi ummæli sem ég hirði ekki um að telja upp því það hef ég fengið framan í mig frá þessu skítmenni í eigin persónu.  Ástæðan fyrir því var sú að ég kallaði hann lygara og vísaði í hans eigin orð sem ég hrakti með rökum.
Því miður get ég ekki vísað í þá umræðu því Bjarni ritskoðið hana, henti út þessum óþægilegu rökum sem ég hafði sett fram og vísað í og bannaði mig síðan frá síðunni sinni áður en ég náði að taka skjáskot af því sem ég hafði skrifað.  Þetta varð til þess að í hvert sinn sem ég heyri manninn segja eitthvað um efnahag landsins eða bara að hann segi að himininn sé blár, þá tékka ég á því og dobble tékka það áður en ég trúi því enda maðurinn gjörsamlega siðblindur og siðlaus með öllu auk þess að vera samviskulaus raðlygari.

En áfram með vælið frá fábjánanum.

Þar sem það er ekkert offramboð á fólki til að taka upp hanskann fyrir stjórnmálamenn ætla ég að gera það sjálfur. Ég er vissulega einn þeirra sem spurt er um og er venjulega einhvers staðar í kringum miðjan bekk, þar sem enginn nær þó hefðbundinni lágmarkseinkunn. Látum mig liggja milli hluta, enda er enginn dómari í eigin sök, en ræðum aðeins um öll hin. Ég hef unnið með þeim öllum og þekki mörg hver orðið býsna vel. Þess vegna veit ég af eigin raun að þau geta unnið undir álagi, þau virða skoðanir annarra og þau eru heiðarlegt fólk sem maður getur treyst, svo nokkrir eiginleikar séu nefndir sem spurt var um.

Svona könnun er tilvalin til að auglýsa það fyrirtæki sem hana gerir og dreifir ókeypis og til þess er leikurinn væntanlega gerður. En um leið spyr maður sig hvort enginn telji þörf á að beita gagnrýninni hugsun þegar svonalagað er birt. Erum við virkilega í svo slæmum málum að það sé óþarfi að efast þegar „stjórnmálastéttin“ fær falleinkunn?

Það er reyndar rétt sem hann segir, að enginn er dómari í eigin sök en samt er hann búinn að fella dóm í eigin máli.
Hversu yndislega heimskur getur einn maður verið?

En umsagnirnar eru samt bestar og ætti fólk að leggja það á sig að lesa yfir þær því þar kennir margra grasa og sum eru hreinlega bara skemmtilega kaldhæðin að auki.
Skoðum nokkur.

 1. Merkilegt – hér logar allt í deilum og verkföllum, almenningur er reiður og treystir ykkur ekki. Í staðinn fyrir að líta í eigin barm þá er ráðist á höfunda könnunarinnar. Bjarni, er ekki kominn tími til að líta inn á við? Mér persónulega blöskrar hrokinn og yfirgangurinn sem þú sýnir þjóðinni og því góða fólki sem þú hefur neytt til að fara í verkfall. En því miður virðist vera langt í að þú sjáir að þér. Í könnun fyrir skemmstu kom í ljós að tæplega 60% þjóðarinnar treystir þér illa eða mjög illa – ætlar þú að halda því hér fram að fólkið í landinu sé ekki nógu gáfað til að svara einföldum spurningum? Tvær kannanir í röð sem sýna að almenningur treystir þér ekki …. áttu engin önnur viðbrögð en hrokann? 
 2. Þarna er ekki verið að mæla heiðarleika fólks. Það er útúrsnúningur. Það er Verið að KANNA hvaða TILFINNINGU almenningur hefur fyrir heiðarleika þessarra ráðamanna.
 3. Kæri Bjarni. Vonandi skrifar þú sjálfur á þessa síðu og lest kommentin. Það er augljóslega ekki verið að mæla „heiðarleika fólks“ eins og þú orðar það. Það er verið að kanna álit fólks á persónuleika nokkurra stjórnmálamanna – eins og þú eflaust veist. Þú ert eflaust í erfiðri stöðu í ríkisstjórninni og við stjórn landsins en það væri frábært ef þú tækir mark á þessum skoðannakönnunum og litir eilítið innávið 
 4. Bjarni minn.
  Vinnuveitandi þinn telur þig vera óheiðarlegan, ekki að vinna vinnuna þína og ekki í tengslum við þá sem þú átt að vinna fyrir.
  Nú efast ég ekki um að þú sjálfur sért annarrar skoðunnar en er það nóg?

  Ef 90% kjósenda telja þig vera óheiðarlegan þá hlýtur það að vera gríðarlegt áfall fyrir þig, hvort sem það er rétt mat eða ekki.
 5. „The best argument against democracy is a five-minute conversation with the average voter.“ – Winston Churchill

Nei af þessu sést best hvað greindin og vitið er lítið að þvælast fyrir Bjarna ræflinum því hann lætur hrokann, mannfyrirlitinguna og siðblinduna tala fyrir sig eins og venjulega og neitar að horfast í augu við að það eru hans eigin verk sem fær fólkið sem tekur þátt í svona könnunum til að gefa sér falleinkunn.  Það er engum öðrum en honum sjálfum að kenna að hann hvorki nýtur trausts almennings í landinu og það að enginn heilvita einstaklingur lítur á hann sem leiðtoga.
Það er bara staðreynd.