Stundum fær maður á tilfininguna að fjölmiðlafólk hreinlega nenni ekki að vinna vinnuna sína. Dæmi eru um svo frámunalega illa skrifaðar fréttir að fólk veit ekkert um hvað þær eiga að fjalla og oftar en ekki er talað um ,,copy/paste“ blaðamenn, en það eru þeir sem taka við tilkynningum frá lögreglu, þingmönnum og ráðherrum, svo dæmi sé tekið og henda þeim á vefmiðlana óyfirlesnum með stafsetningar og orðavillum sem fengi hvaða íslenskukennara til að bresta í grát.
Hér fáum við dæmi um frétt sem segir okkur nákvæmlega ekki neitt og minna en það ef eitthvað er. Þarna er hent inn einhverri klausu sem fáir ef þá nokkrir skilja um hvað fjallar og nokkrir hafa vísað í fréttina á facebook og spurt um hvað sé verið að fjalla.
Góður fjölmiðlamaður, (óþekkt fyrirbæir á Íslandi) skrifar fréttir með þeim hætti að þær svara spurningum um það efni sem fjallað er um en skilja ekki eftir spurningarmerki eftir hverri málsgrein. Fréttir eiga að vera upplýsandi fyrir lesendur en ekki skilja þá eftir með hausinn fullann af spurningum. Góður fjölmiðlamaður veit þetta og leggur metnað sinn í að skrifa og fjalla um menn og málefni með þeim hætti að fólk geti sagt eftir lesturinn að það hafi verið upplýsandi og fræðandi að lesa viðkomandi grein eða frétt. Þetta skilja mjög fáir fjölmiðlamenn á íslandi í dag enda flestir fjölmiðlar hálfgerður ruslpóstur sem ekki er þess virði að eyða tíma í að lesa enda sitja fleiri spurningar en svör eftir lesturinn.
Dæmi um slíkt er myndin af fréttinni hér efst á síðunni.