Verður lögreglan vopnvædd í dag?

Frá mótmælum vörubílstjóra 2008. Verður lögreglan vopnuð Clock skammbyssum og MP5 hríðskotabyssum í dag?

Frá mótmælum vörubílstjóra 2008.
Verður lögreglan vopnuð Clock skammbyssum og MP5 hríðskotabyssum í dag?

Það verður spennandi að sjá hvort það verði vopnaðir lögreglumenn sem mæta mótmælendum við „gjánna“ milli þings og þjóðar klukkan fimm í dag.
Sjálfur er ég sjóðandi öskureiður yfir að komast ekki á mótmælin en ég mun svo sannarlega vera með í huganum þó ég sitji heima við tölvuna en ástæður þess að ég kemst ekki eru þessar.
Ég á ekki fyrir eldsneyti þar sem allar mínar tekjur þessi mánaðarmótin fara í reikninga og næ ég þó ekki að borga þá alla.
Ég þarf að kaupa lyf fyrir um 10 þúsund krónur og þeim má ég ekki sleppa þó svo ég gjarnan vildi.
Ég get illa setið í bíl þá stuttu leið sem það tekur að fara frá Selfossi til Reykjavíkur og að auki get ég ekki staðið lengi í einu né heldur setið lengi í einu vegna verkja.
Ég held mér gangandi á sterkum verkjalyfjum sem virka stundum og stundum ekki og það setur mér takmörk í ferðum milli bæjarfélaga.

Ég er örugglega ekki sá eini sem situr heima og bölvar því að komast ekki á Austurvöll í dag því það eru þúsundir einstaklinga um allt land sem langar að fara en hafa hvorki efni né tök á því af öðrum ástæðum og þess vegna bið ég fólk sem segir okkur vera sófamótmælendur að hugleiða aðeins þá stöðu sem mörg okkar eru í og hvers vegna við komumst ekki.

En ég mun fylgjast vel með í dag og vera í sambandi við fólk á Austurvelli og vonandi við einhverja í þinghúsinu eða næsta nágreni til að fá upplýsingar af gangi mála og reyna að upplýsa þá sem ekki komast á mótmælin um gang mála ásamt því að spinna upp samsæriskenningar í bland við staðreyndir af vettvangi.

Endilega fylgist með og ef það er eitthvað sem fólk vill koma á framfæri við mig eða mína lesendur, þá er hægt að senda mér tölvupóst í gegnum síðuna með því að smella á tengilinn efst, „Hafa Samband“.

Baráttukveðjur til okkar allra og ef þið sem mætið á Austurvöll horfið í gapandi byssukjafta, takið myndir, video og sendið á samfélagsmiðlana svo fólk sjái við hvað er að eiga þegar við siðblinda stjórnmálamenn er að eiga.

ÁFRAM ÍSLENSK ALÞÝÐA!

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 3. nóvember 2014 — 14:12