Varðhundar Hönnu Birnu og sjallana gjamma hátt í dag

Innanríkisráðherra. MYND: RÚV.

Innanríkisráðherra.
MYND: RÚV.

Boðað er til mótmæla við Innanríkisráðuneytið kl. 12 í dag, miðvikudag, þar sem þess er krafist að Hanna Birna segi af sér embætti meðan mál hennar og ráðuneytisins séu til rannsóknar.

Á DV er greint frá því að þrenn samtök, lýðræðisfélagið Alda, Attac á Íslandi og No Borders hafa boðað til mótmæla á Facebook. Krefjast þau þess að komist verði til botns í trúnaðarbresti innanríkisráðuneytisins gagnvart hælisleitendunum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og að Hanna Birna víki á meðan rannsóknin stendur yfir. Eins og DV hefur greint frá er fordæmalaust að ríkissaksóknari mæli fyrir um lögreglurannsókn á háttsemi ráðuneytis. Engu að síður hafa formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki farið fram á að Hanna Birna stígi tímabundið til hliðar.

Á meðal þeirra sem boða komu sína á mótmælin eru leikararnir Benedikt Erlingsson og Stefán Karl Stefánsson, rithöfundarnir Kristín Eiríksdóttir og Hallgrímur Helgason, stjórnmálamennirnir Líf Magneudóttir, Birgitta Jónsdóttir og Mörður Árnaso auk Frosta Logasonar í Harmageddon. „Ég skal sjá um bílinn. Þið umkringið húsið,“ skrifar Hallgrímur Helgason og vísar þar til atviks úr Búsáhaldabyltingunni þegar hann bankaði í bíl forsætisráðherra.

Gaman er að sjá hvað margir varðhundar Sjalla og Hönnu Birnu koma fram gjammandi um þetta málefni og er deginum ljósara að fæstir þeirra hafa yfir höfuð kynnt sér hvernig málinu er háttað á nokkurn hátt og hika þeir margir hverra ekki við að koma með rangtúlkanir á málinu eða hreinlega bara ljúga upp einhverju bulli þegar viskan er ekki til staðar.

Maður verður alltaf jafn hissa þegar fólk opinberar heimsku sína og fáfræði í umsagnakerfum fjölmiðlana.

Lesa fréttina og umsagnir.

Nokkur dæmi:

Stjáni Blö · Vakta ·  Virkur í athugasemdum · Inter-University Centre for Astronomy and Astrophysics

…hræsnin í Vinstri-Talibanaliðinu er mikil um þessar mundir,gullfiskaminnið hrjáir það:
http://www.visir.is/forsaetisradherra–svandis-a-ekki-ad-segja-af-ser/article/2011803114309
Ólafur Guðmundsson · Vakta ·  Virkur í athugasemdum · Fúskari að Guðs náð

Þá er dómstóll götunar risin upp og ekki að sökum að spyrja,enda með alræðis vald í að dæma fólk og þarf ekki að spyrja hvorki kóng né prest,.ekki ætla ég að dæma enda ekki með réttindi til þess.Ég hef sagt það áður og segi það enn, svéi ykkur, ef þetta er ekki einelti þá veit ég ekki hvað einelti er .

Sigvaldi Ómar Adalsteinsson · Héviz Szent András, Veszprem, Hungary

Mig langar að leggja orð í belg um það hvort Hanna Birna eigi að víkja eða ekki,nú er ég sjálfstæðismaður hef alltaf kosið minn flokk þó ekki hafi ég alltaf verið sáttur við allt sem frá flokknum hefur komið,´mér finst að það sé kominn tími á það hjá okkur íslendingum að standa saman um að víkja einstökum ráðamönnum og konum úr embætti sama úr hvaða stjórnmálaflokki það kemur á meðan vafi leikur á trúverðugleika og ef viðkomandi einstaklingar geta ekki lagt fram gögn ef um ásakanir er að ræða og þegar um lögregluransókn er að ræða eins og í þessu tilfelli sem hér um ræðir,ég held til dæmis að hefði Frosti verið formaður í mikilvægri nefnd í okkar nærliggjandi löndum og logið og ruglað í sjónvarpi og útvarpi í marga daga þá hefði hann þurft að taka pokann sinn,,en hér á landi eru flestir ráðamenn og starfsmenn fyrirtækja á ofurlaunum þar sem ábyrgð þeirra er svo mikil og svo þegar allt er komið í strand þá fá íslenskar fjölskyldur reikninginn og stjórnendurnir með alla þessa ábyrgð fá feita eftirlaunasamninga upp á tugi og jafnvel hundruði milljóna og þetta vitum við íslendingar mæta vel.
  • Ingi Gunnar Jóhannsson ·  Virkur í athugasemdum

    Þetta er mjög athyglisverð yfirlýsing hjá Sigvalda: „hef alltaf kosið minn flokk þó ekki hafi ég alltaf verið sáttur við allt sem frá flokknum hefur komið“.

    Mikið væri Ísland betra ef það væru færri svona sanntrúaðir einstaklingar sem kjósa bara „sinn flokk“, alveg sama hvaða bull „minn flokkur“ framkvæmir. Sigvaldi og allir hinir sem kjósið alltaf „ykkar flokk“, þið þurfið að átta ykkur á að stjórnmálaflokkar eru alls ekki fótboltafélög.

    Svara · 11 · Líkar þetta · fyrir 3 klst. síðan
  • Sigvaldi Ómar Adalsteinsson · Héviz Szent András, Veszprem, Hungary

    Kæri Ingi Gunnar jóhannsson,,við eigum marga mjög hæfa einstaklinga innan sjálfstæðisflokksins og einnig í öðrum stjórnmálaflokkum,og ef þú ert tilbúinn að gagnrína þinn stjórnmálaflokk ef þú ert á annað borð tengdur stefnu ákveðins stjórnmálaafls þá getum við verið sammála um að gera landið okkar betra.
    Svara · 2 · Líkar þetta · fyrir 2 klst. síðan
    Höfum þetta gott í bili, restina má sjá á hlekk á fréttina ofan við umsagnirnar en það er sorglegt að sjá hvað mörgum finnst sjálfsagt að gjörspilltur ráðherra þurfi ekki að segja af sér meðan rannsókn fer fram og lýsir það best siðferði og gáfnafari þeirra sjálfra sem styðja Hönnu Birnu og Sjálfstæðisflokkinn.
Updated: 12. febrúar 2014 — 11:49