Upprættu spillinguna í stjórnkerfinu

Færeyingar tóku á spillingunni í stjórnkerfinu hjá sér.

Færeyingar tóku á spillingunni í stjórnkerfinu hjá sér.

Á íslandi sitjum við uppi með stjórnmálamenn sem víla ekki fyrir sér að ljúga að þingi og þjóð ef það hentar þeim og þó svo þeir verði uppvísir að lygum eru þeir ekki látnir axla ábyrgð á einu né neinu og þurfa ekki einu sinni að taka út refsingu fyrir hegðun sína eða gjörðir.  Í mesta lagi smá tiltal á lokuðum nefndarfundum eða reykfylltum bakherbergjum en ekki opinberlega og þaðan af síður þurfa þeir að biðja umbjóðendur sína, kjósendur og fólkið í landinu, afsökunar.

Í tíð núverandi ríkisstjórnar er eitt ráðaneyti og ráðherra sem stendur upp úr hvað þetta varðar og þaulseta ráðherra sem hefur orðið uppvís að hverri lyginni af annari, bæði logið að þingi og þjóð hvað eftir annað án þess að blikna eða blána og hvað þá heldur skammast sín sem hefur orðið til þess að allt traust á ráðaneytið, ráðherran og aðstoðarfólk hennar er fokið út í veður og vind.
Þessu þarf að breyta hér á landi með þeim hætti að ráðherrar sem uppvísir verða að einhverju misjöfnu, jafnvel minnstu lygi missi ráðuneyti sitt og þurfi að axla ábyrgð gerða sinna en geti ekki setið sem fastast eins og könguló í miðjum vef lyga, svika og spillingar eins og núna er.

Færeyingar komu sér upp kerfi eftir efnahagskreppuna hjá sér sem virkar.
Kerfið er einfalt og skilvirkt og þetta hefðu íslendingar átt að taka sér til fyrirmyndar eftir efnahagshrunið hér á landi til að koma í veg fyrir að við sætum uppi með síljúgandi ráðherra með siðferðið neðan við frostmark eins og núna er.

Færeyska kerfið er einfalt.

Ráðherrum var meinað að sitja á þingi og settar voru reglur um ráðherraábyrgð, en áður var ríkisstjórnin samábyrg gagnvart ákvörðunum ráðherra.

Með þessu er ráðherran algerlega ábyrgur fyrir sínu ráðuneyti og þarf að svara fyrir allar gjörðir sínar sem ráðherra.

Síðan 1995 hafa 20 til 25 ráðherrar þurft að segja af sér vegna þessa. Þetta er mjög mikilvægt því þetta er lítið land. Hér eru allir svo nánir. Svona tengsl urðu einnig til vandræða í Danmörku nýlega og þeir eru margar milljónir!

segir Kaj Leo Johannesen lögmaður Færeyja.

Það er ekki bara jákvætt að reka ráðherra, það má misnota í pólitískum tilgangi. Við erum með umboðsmann Lögþingsins, því við þurfum að hafa algjörlega hlutlaust embætti til að fara með þessi mál. Allir flokkar þurfa að samþykkja hann.“
Einnig er til staðar landsstjórnarmálanefnd þriggja þingmanna sem fylgist með ráðherrunum. Hana má biðja um að taka mál upp og athuga hvort ráðherrar hafi gert eitthvað af sér.

Þarna var tekið af málum af skynsemi og viti sem skilar sér í skilvirkari og heiðarlegri stjórnsýslu heldur en við sjáum td. hér á landi.

Nánar má lesa um þetta hérna.

Umsagnir

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

Updated: 11. ágúst 2014 — 06:58