Fjórði og síðasti hluti um 12 aðvörunarmerki um fasískt stjórnarfar.
Merkin eru augljós hvar sem okkur ber niður í stjórnarfari landsins og fréttaflutningi því miður.
Það er á okkar eigin ábyrgð að við höldum frelsi okkar til orða og athafna því ekki gera stjórnvöld það, þau vilja þagga niður í öllum sem eru þeim ekki sammála.
10. Menntafólk kúgað.
Fyrirlitning á velgefnum einstaklingum –
Fasista ríkjum hættir til að skapa öfgakennt og óvinveitt umhverfi gegn almennum gagnrýnum skoðunum, sérstaklega akademískum.
Hugmyndafræðilega rekin “ vísindi” eru hafin til metorða og styrkt rausanarlega, á meðan framsetning sem samræmist ekki sjónarmiðum ríkisins er fyrst hunsað, síðan véfengt og gert að athlægi og að lokum rutt í burt.
Það er ekki óalgengt fyrir akademíur að þær séu þvingaðar til að ráðast á vinnu samstarfsmanna sinna.
Ritverk eru ritskoðuð; kennarar reknir og handteknir.
Frjáls listræn túlkun í verkum er ráðist á opinberlega, það sem til er, talið óþjóðernislegt og oft eyðilagt opinberlega.
11. Lögreglan hervæðist.
Þráhyggja í sambandi við glæpi og refsingu –
Fasista ríki eru oft gjörn á að líta framhjá misþyrmingu lögreglu og fórna réttindum borgaranna í nafni þjóðerniskenndar. Langar fangelsisvisstir fyrir það eitt að móðga stjórnmálamann, pyntingar og síðan aftökur eru fyrst“óþægindi” sem er látið viðgangast, og verður að lokum litið á sem reglu.Oft er alríkislögreglunni veitt ótakmarkað vald til að snuðra/njósna um borgarana
Eftirlitskerfi og uppljóstrarar eru hafðir í vinnu, bæði til að fylgjast með samkomum mennntafólks og eins til þess að einangra nágranna og samstarfsmenn og skapa vantraust þeirra á milli.
12. Atkvæðum stolið.
Fölsuð atkvæði –
Í ringulreiðinni sem skapast þegar fasistar eru að rísa upp til valda, þá verður kosninga umhverfið verulega ruglandi, spillt og hagrætt.Það er rísandi opinbert vantraust yfir því sem almennt er talið vera fölsuð og hagrædd atkvæði með áhrifamætti peninga, greininlegrar hlutdrægni fjölmiðla, rógburða herferðum, hagræðingu atkvæða, dóms íhlutun, þvinganir, eða afdráttarlaust úthlutað stjórnunarstöðum.
Fasistar við völd hafa verið þekktir fyrir að nota þessa ringulreið sem réttlætingu til að fresta
kosningum um óákveðinn tíma.
Í síðustu kosningum sáum við hvernig kosningalög voru brotin víða um land þar sem kjörkassar voru ekki insiglaðir eins og lög gera ráð fyrir og ýmislegt fleira sem var á verulega dökkgráu svæði hvað varðar alla framkvæmd og umsjón með kosningunum.
Það er á okkar ábyrgð, almennings, að standa vörð um frelsi okkar og réttindi því það er enginn annar sem gerir það fyrir okkur.
Allra síst stjórnmálamenn og atvinnurekendur.
Það væri gott ef fólk velti þessum þrem atriðum af tólf fyrir sér þegar það hefur lesið fyrsta hlutan, annan hlutan, og þriðja hlutan.